Onana aftur til Inter - Zinchenko aftur til Arsenal - Man Utd horfir til Rennes - Palmer ósnertanlegur
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
banner
   sun 14. apríl 2024 21:03
Sverrir Örn Einarsson
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA
Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrri hálfleikurinn var hörkuleikur, við vorum nokkuð ánægðir með hann. Hann var mjög jafn og mér fannst við vera með undirtökin. Síðan breytir auðvitað rauða spjaldið leiknum en engu að síður þá förum við inn í hálfleikinn og vildum skerpa á okkar leik.“ Sagði Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA um markalausan fyrri hálfleik er ÍA vann sannfærandi 4-0 sigur á liði HK í Kórnum í dag.

Lestu um leikinn: HK 0 -  4 ÍA

Þær lagfæringar sem að Skagamenn gerðu á leik sínum í hálfleik voru fljótar að skila sér og gerði lið öll fjögur mörk sín í síðari hálfleik gegn 10 leikmönnum HK sem misstu mann af velli undir lok fyrri hálfleiks.

„Við þurftum að færa boltann aðeins hraðar til að skapa okkur betri sóknarstöður og það fannst mér ganga frábærlega í seinni hálfleik.“

Viktor Jónsson fór mikinn fyrir framan mark HK í dag og endaði leikinn með þrennu. Nokkuð sem hefur væntanlega vakið gleði hjá Jóni Þóri.

„Já heldur betur. Hann kláraði sín færi frábærlega í dag og spilaði virkilega vel eins og hann hefur svo sem alltaf gert fyrir okkur þegar að hann hefur verið heill. Þannig að þetta er ekkert sem kemur mér á óvart og bara framhald á hans tímabili frá því í fyrra. “

Enn er beðið eftir formlegri staðfestingu frá ÍA um að Rúnar Már Sigurjónsson sé orðin leikmaður félagsins. 5.apríl síðastliðin sagði Jón Þór að hann yrði tilkynntur í vikunni sem nú er á enda en ekkert bólar á tilkynningunni þó. Hver er staðan?

„Ég er búinn að segja það síðan í október að ég eigi von á því að það klárist fyrir eða eftir helgi þannig að ég bíð bara jafn spenntur og þú.“

Sagði Jón Þór en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner