Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   sun 14. apríl 2024 21:03
Sverrir Örn Einarsson
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA
Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrri hálfleikurinn var hörkuleikur, við vorum nokkuð ánægðir með hann. Hann var mjög jafn og mér fannst við vera með undirtökin. Síðan breytir auðvitað rauða spjaldið leiknum en engu að síður þá förum við inn í hálfleikinn og vildum skerpa á okkar leik.“ Sagði Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA um markalausan fyrri hálfleik er ÍA vann sannfærandi 4-0 sigur á liði HK í Kórnum í dag.

Lestu um leikinn: HK 0 -  4 ÍA

Þær lagfæringar sem að Skagamenn gerðu á leik sínum í hálfleik voru fljótar að skila sér og gerði lið öll fjögur mörk sín í síðari hálfleik gegn 10 leikmönnum HK sem misstu mann af velli undir lok fyrri hálfleiks.

„Við þurftum að færa boltann aðeins hraðar til að skapa okkur betri sóknarstöður og það fannst mér ganga frábærlega í seinni hálfleik.“

Viktor Jónsson fór mikinn fyrir framan mark HK í dag og endaði leikinn með þrennu. Nokkuð sem hefur væntanlega vakið gleði hjá Jóni Þóri.

„Já heldur betur. Hann kláraði sín færi frábærlega í dag og spilaði virkilega vel eins og hann hefur svo sem alltaf gert fyrir okkur þegar að hann hefur verið heill. Þannig að þetta er ekkert sem kemur mér á óvart og bara framhald á hans tímabili frá því í fyrra. “

Enn er beðið eftir formlegri staðfestingu frá ÍA um að Rúnar Már Sigurjónsson sé orðin leikmaður félagsins. 5.apríl síðastliðin sagði Jón Þór að hann yrði tilkynntur í vikunni sem nú er á enda en ekkert bólar á tilkynningunni þó. Hver er staðan?

„Ég er búinn að segja það síðan í október að ég eigi von á því að það klárist fyrir eða eftir helgi þannig að ég bíð bara jafn spenntur og þú.“

Sagði Jón Þór en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner