Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
banner
   sun 14. apríl 2024 21:03
Sverrir Örn Einarsson
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA
Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrri hálfleikurinn var hörkuleikur, við vorum nokkuð ánægðir með hann. Hann var mjög jafn og mér fannst við vera með undirtökin. Síðan breytir auðvitað rauða spjaldið leiknum en engu að síður þá förum við inn í hálfleikinn og vildum skerpa á okkar leik.“ Sagði Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA um markalausan fyrri hálfleik er ÍA vann sannfærandi 4-0 sigur á liði HK í Kórnum í dag.

Lestu um leikinn: HK 0 -  4 ÍA

Þær lagfæringar sem að Skagamenn gerðu á leik sínum í hálfleik voru fljótar að skila sér og gerði lið öll fjögur mörk sín í síðari hálfleik gegn 10 leikmönnum HK sem misstu mann af velli undir lok fyrri hálfleiks.

„Við þurftum að færa boltann aðeins hraðar til að skapa okkur betri sóknarstöður og það fannst mér ganga frábærlega í seinni hálfleik.“

Viktor Jónsson fór mikinn fyrir framan mark HK í dag og endaði leikinn með þrennu. Nokkuð sem hefur væntanlega vakið gleði hjá Jóni Þóri.

„Já heldur betur. Hann kláraði sín færi frábærlega í dag og spilaði virkilega vel eins og hann hefur svo sem alltaf gert fyrir okkur þegar að hann hefur verið heill. Þannig að þetta er ekkert sem kemur mér á óvart og bara framhald á hans tímabili frá því í fyrra. “

Enn er beðið eftir formlegri staðfestingu frá ÍA um að Rúnar Már Sigurjónsson sé orðin leikmaður félagsins. 5.apríl síðastliðin sagði Jón Þór að hann yrði tilkynntur í vikunni sem nú er á enda en ekkert bólar á tilkynningunni þó. Hver er staðan?

„Ég er búinn að segja það síðan í október að ég eigi von á því að það klárist fyrir eða eftir helgi þannig að ég bíð bara jafn spenntur og þú.“

Sagði Jón Þór en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner