Nú eru aðeins sex umferðir eftir af ensku úrvalsdeildinni. Troy Deeney hefur valið lið umferðarinnar.
Markvörður: Kepa Arrizabalaga (Bournemouth) - Hann framkvæmdi ekkert yfirnáttúrulegt í 1-0 sigrinum gegn Fulham en var svo öruggur í öllu sem hann gerði og steig ekki feilspor. Af hverju lánaði Chelsea sinn besta markvörð frá sér?
Varnarmaður: Virgil van Dijk (Liverpool) - Leiðtoginn skoraði sigurmarkið gegn West Ham með glæsibrag.
Varnarmaður: James Tarkowski (Everton) - Hrikalega öflugur í 1-0 sigri gegn Forest, sérstaklega þegar kom að því að glíma við Chris Wood.
Varnarmaður: Rayan Ait-Nouri (Wolves) - Mark og stoðsending í 4-2 sigri gegn Tottenham. Maður vikunnar að mínu mati.
Miðjumaður: Sandro Tonali (Newcastle) - Hefur hreinlega verið einn besti miðjumaður Evrópuboltans síðan hann kom úr banninu. Frábært hlaup og slútt í markinu hans í 4-1 sigrinum gegn Manchester United.
Miðjumaður: Tyler Adams (Bournemouth) - Fær ekki það lof sem hann á skilið. Leggur á sig gríðarlega vinnu á miðsvæðinu.
Miðjumaður: Kevin De Bruyne (Manchester City) - Sýndi í 5-2 sigrinum gegn Palace að töfrarnir eru enn til staðar. Mark og stoðsending. Verður sárt saknað þegar hann yfirgefur enska boltann.
Framherji: Stephy Mavididi (Leicester) - Skoraði og átti þrusuflotta frammistöðu í 2-2 jafntefli gegn Brighton.
Framherji: Harvey Barnes (Newcastle) - Algjörlega geggjaður og skoraði tvö mörk í sigrinum gegn Manchester United.
Athugasemdir