Joao Pedro, Madueke, Nunez, Guehi, Mbeumo, Gyökerez, Wirtz, Sesko og fleiri góðir í slúðri dagsins
Gústi Gylfa: Þetta var bara nokkuð vel spilaður fótboltaleikur
Gunnar Heiðar: Ég þoli ekki jafntefli
Óskar Smári: Alveg sammála þér og ég tek það algjörlega á mig
Árni Freyr: Galið að fara breyta þegar öll tölfræði er með okkur í hag
Hemmi Hreiðars: Heppnir að vera með tvo frábæra markmenn
Óli Kristjáns: Mikið hrós á þig fyrir að taka eftir henni
Jelena Tinna: Mjög leiðinlegt að missa hana
Blendnar tilfinningar hjá Hilmari: Harðasti Þróttari landsins á afmæli
Venni eftir stórt tap gegn Fjölni: Erum bara slegnir kaldir
Maggi: Það verður að bíða þangað til á næsta ári
Gunnar Már eftir fyrsta sigurinn: Er orðlaus að mörgu leyti
Vuk: Ætlum að vinna bikarinn og komast í Evrópu
Rúnar Kristins: Það þarf að reyna annars koma þeir ekki
Gunni Einars: Alltaf gott að sigra í leikjum
Hörður: Mætum sofandi til leiks í byrjun seinni
Láki: Til skammar hversu einhliða dómgæslan var
Túfa hrósar Twana: Þjálfarar sem tapa tala oft um dómgæsluna
Mættu Brasilíu og Kólumbíu - „Þetta mun vera með mér það sem eftir er"
Samúel Kári hefði átt að fá gult og Karl Friðleifur rautt
Örvar Logi: Þetta er einum of gaman til að vera ekki að gera þetta oftar
   fim 15. maí 2025 21:49
Daníel Smári Magnússon
Haddi: Gerum glórulaus mistök
Haddi var ekki hrifinn af varnarleik KA. Skyldi engan undra.
Haddi var ekki hrifinn af varnarleik KA. Skyldi engan undra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég óska Fram til hamingju með að komast áfram. Það er gaman að fara áfram í bikar! En leikurinn er bara þannig að við fáum á okkur of mörg mörk í fyrri hálfleik og erum of brothættir til baka. Fram gengur á lagið og skora ótrúlega auðveld mörk og hefðu getað skorað fleiri,'' sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, eftir svekkjandi 2-4 tap gegn Fram í Mjólkurbikarnum í kvöld.


Lestu um leikinn: KA 2 -  4 Fram

Eftir að Hallgrímur Mar Steingrímsson hafði komið KA yfir með stórglæsilegri hjólhestaspyrnu datt allur botn úr leik liðsins og Framarar höfðu 1-3 forystu í hálfleik. Mörkin sem að KA liðið fékk á sig voru á háum afslætti.

„Mér finnst mörkin vera rosaleg mistök af okkar hálfu og fleiri atriði þar sem að þeir hefðu getað skorað, þar sem að við gerum bara eiginlega glórulaus mistök. Þetta er eitthvað sem að við þurfum að laga. Við þurfum að verjast betur saman, verjast betur sem lið, því að það er ekki gott ef að það er þannig að einhver einn gerir mistök eða þeir gera rosa vel og leiki á einn mann að það sé alltaf bara komin stórhætta. Þá er liðið ekki að verjast rétt saman,'' sagði Hallgrímur.

Hvað þarf Hallgrímur Jónasson að gera til þess að rífa upp KA liðið?

„Ég þarf að fara að hugsa! Nú koma nokkrar nætur þar sem að ég þarf að liggja og hugsa mig vel um. Af því að við erum með gæðin í leikmannahópnum, við erum með reynsluna. Við erum meira að segja með reynsluna að vera í þessari stöðu, að vera neðarlega, því miður. Það er einfalt mál, það er undir mér komið. Saman með strákunum og þeim sem vinna í kringum liðið að finna lausnir, vera þéttari og fá færri mörk á okkur. Það er okkar vandamál,'' sagði Hallgrímur Jónasson.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner