Landsliðsmaður Úsbekistan orðaður við Man City - Liverpool hafnar tilboðum í Doak - Cunha til Arsenal?
   mán 15. júní 2020 15:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bjössi Hreiðars: Nánast að detta í nýtt körfuboltatímabil
Spá þjálfara og fyrirliða í Lengjudeildina: 2. sæti - Grindavík
Lengjudeildin
Sigurbjörn er tekinn við keflinu hjá Grindavík.
Sigurbjörn er tekinn við keflinu hjá Grindavík.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Sigurbjörn var aðstoðarþjálfari Ólafs Jóhannessonar hjá Val.
Sigurbjörn var aðstoðarþjálfari Ólafs Jóhannessonar hjá Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjössi er mjög spenntur fyrir tímabilinu.
Bjössi er mjög spenntur fyrir tímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík er spáð beint aftur upp í Pepsi Max-deildina.
Grindavík er spáð beint aftur upp í Pepsi Max-deildina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það kemur ekki á óvart. Ég hefði alltaf haldið að liðin sem fóru niður væri spáð efstu sætunum. Ég held að það sé það venjulega í þessu yfirleitt," segir Sigurbjörn Hreiðarsson, þjálfari Grindavíkur, sem spáð er öðru sæti Lengjudeildarinnar í sumar.

Grindavík féll úr Pepsi Max-deildinni í fyrra þrátt fyrir að vera með ógnarsterkt varnarlið. Túfa yfirgaf Grindavík eftir síðustu leiktíð og var Sigurbjörn ráðinn í hans stað. Sigurbjörn er fyrrum fyrirliði Vals en síðastliðin ár hefur hann verið aðstoðarþjálfari á Hlíðarenda og notið mikillar virðingar í því starfi.

„Ég hef búið það vel síðustu ár að ég hef unnið með þjálfara sem hefur gefið manni mikið vægi inn í teyminu," segir Sigurbjörn um að taka stökkið úr aðstoðarþjálfara í aðalþjálfara. Hann hefur einu sinni verið aðalþjálfari, en það var tímabilið 2014 þegar hann þjálfaði Hauka í 1. deild.

„Ég hef upplifað mig sem þjálfara síðustu ár, ekki endilega sem einhvern aðstoðarmann. Ég kem úr stærsta félagi landsins og mér finnst þetta mjög spennandi. Það er gaman að þessu. Að vera í Grindavík er mjög flott mál, þetta er mjög stórt og öflugt félag. Þjálfun er bara þjálfun. Ég er með mínar hugmyndir og ég er mjög bjartsýnn og glaður með tækifærið."

„Ég held að þessi deild verði þrusujöfn. Það er ekkert afgerandi lið í deildinni þó það sé búið að tala um Vestmannaeyingana. Þegar talað er um sjö, átta efstu liðin þá eru leikir þar innbyrðis bara '50-50' leikir. Ég held að þetta mót verði mjög jafnt og flestir geta strítt öðrum í þessu."

„Það eru ansi mörg lið um hituna. Liðin sem fóru niður í fyrra, Grindavík og ÍBV, hafa mikla reynslu úr efstu deild síðustu 25 ár. Við erum með Þórsara sem hafa verið reglulega í efstu deild, Leiknismennina sem hafa verið mjög öflugir undanfarin ár og Keflvíkingar sem er gamalgróið topplið á Íslandi. Víkingur Ólafsvík hefur reynslu úr efstu deild og þekkja þetta, Þróttarar hafa verið í efstu deild og Vestramenn hafa mikinn jálk í brúnni sem þekkir þetta út og inn. Ég er pottþétt að gleyma einhverjum. Framararnir, ég tala ekki um það. Það er eitt sigursælasta félag Íslands. Við erum að tala um mjög öfluga 1. deild og það eru mörg stór félög í deildinni."

Undirbúningstímabilið hefur verið skrítið í ljósi kórónuveirufaraldursins. Öll lið þurftu að taka sér tveggja mánaða pásu frá mars til maí vegna þess. Sigurbjörn segir þó að undirbúningstímabilið hafi gengið vel.

„Það hefur gengið flott, þannig lagað. Maður er ekki endilega líta í úrslitin, en þú vilt vinna alla leiki. Á svona löngu undirbúningstímabili er skemmtilegra að vinna leikina og það hefur alveg gengið vel. Fram að Covid var mikill stígandi í þessu hjá okkur. Við vorum farnir að spila þétt og fínt, en svo kemur þetta náttúrulega eins og hjá öðrum liðum. Núna erum við að ná vopnum okkar aftur."

„Það eru engin alvarleg meiðsli, það eru hnökrar hér og þar eins og í öðrum hópum. Maður kvartar ekkert yfir því. Mönnum hlakkar verulega til. Maður veit ekki neitt þannig lagað, svo byrjar alvaran og þá kemur þetta allt í ljós. Þetta er eins og að fara í lokaða vatnsrennibrautina og þú fleygir þér bara, þvílík eftirvænting en þú veist ekkert hvað bíður þín."

Grindavík hefur bætt við sig öflugum leikmönnum eins og Guðmundi Magnússyni og Sindra Björnssyni til dæmis. „Við höfum fengið mjög fína leikmenn inn í hópinn. Það kvarnaðist vel úr hópnum eftir síðasta ár og við höfum ekki verið að ná í marga leikmenn. Það eru ungir strákar þarna í Grindavík og við erum með kjarna af drengjum. Við förum af stað svona og þessir strákar sem hafa komið eru mjög fínir strákar inn í okkar hóp. Ekki spurning. Við erum líka mjög ánægðir með þá eins og þeir sem fyrir eru."

Um að bæta við hópinn fyrir mót segir Sigurbjörn: „Það er ekki verkefni dagsins. Ég er að fara að gera margt annað en að fikta í nýjum leikmönnum eins og staðan er núna. Þetta er lifandi skjal og við skoðum það ef það kemur upp leikmaður sem hentar okkur."

Spennan er mikil fyrir tímabilinu í Grindavík, sem fer í heimsókn til Þórs á Akureyri í fyrsta leik á föstudaginn.

„Það er nánast að detta inn í nýtt körfuboltatímabil og maður er eins og krakki að bíða eftir jólapakka, maður er það spenntur," segir Sigurbjörn Hreiðarsson, þjálfari Grindavíkur.

Það skal tekið fram að þetta viðtal við Sigurbjörn var tekið áður en leikur Grindavíkur og ÍBV fór fram í Mjólkurbikar karla. Sá leikur fór 5-1 fyrir ÍBV, en hér að neðan má sjá viðtal við Sigurbjörn sem tekð var eftir þann leik.
Bjössi Hreiðars: Við vorum of litlir í okkur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner