Kólumbía tapaði gegn Argentínu í úrslitaleik Copa America síðastliðna nótt. Leikurinn fór í framlengingu og þar hafði Argentína betur.
James Rodriguez átti ekki sinn besta leik gegn Argentínu en stjarna hans skein skært á mótinu.
James Rodriguez átti ekki sinn besta leik gegn Argentínu en stjarna hans skein skært á mótinu.
James var fyrirliði Kólumbíu á mótinu og kom að flestum mörkum á Copa America. Hann setti met með því að leggja upp sex mörk.
Eftir leikinn í gær var hann valinn besti leikmaður mótsins.
James spilar í dag fyrir Sao Paulo í Brasilíu. Félagsliðaferli James hefur hrakað mikið undanfarin ár, hann fór til Al-Rayyan og Olympiakos eftir að hafa verið hjá Everton. En þegar kemur að kólumbíska landsliðinu þá sýnir hann sínar bestu hliðar.
Athugasemdir