Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   sun 15. ágúst 2021 20:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ekki farið vel hjá Guardiola frá því hann sagði „Harry Kane-liðið"
Pep Guardiola.
Pep Guardiola.
Mynd: EPA
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur ekki átt sérstaklega góðu gengi að fagna gegn Tottenham.

Lærisveinar Guardiola þurftu að sætta sig við tap gegn Spurs í dag í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Fyrir þremur árum síðan kallaði Guardiola Tottenham „Harry Kane-liðið" en frá því hann sagði það, þá hefur hann svo sannarlega ekki verið með gott tak á Harry Kane-lausu Tottenham-liði.

Fjölmiðlamaðurinn Jonathan Veal vekur athygli á því að Tottenham hafi lagt City að velli - á heimavelli - fjórum sinnum frá því að Guardiola sagði þetta. Kane hefur bara spilað í einum af þessum leikjum, og kom hann meiddur af velli snemma í einum þeirra.

Guardiola hefur tapað fimm útileikjum gegn Tottenham, meira en gegn nokkru öðru liði.

Þess má geta að Guardiola er að reyna að kaupa Kane frá Tottenham til City.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner