Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   sun 15. ágúst 2021 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guardiola með fast skot á eigendur Liverpool
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp sagði á blaðamannafundi eftir leik Liverpool og Norwich í gær að hann skildi ekki hvernig lið á borð við Man City, PSG og Chelsea geta eytt svona miklum pening eins og raun ber vitni.

Man City keypti Jack Grealish frá Aston Villa á 100 milljónir punda, Chelsea fékk Romelu Lukaku frá Inter á tæpar 100 milljónir punda og PSG gerði risastóran samning við Lionel Messi.

Pep Guardiola þjálfari City skaut síðan fast á eigendur Liverpool á blaðamannafundi í gær.

„Sumir eigendur vilja græða, eigendurnir okkar vilja það ekki. Þeir vilja fjárfesta í liðinu. Við gátum eytt 100 milljónum punda í Grealish af því við seldum fyrir 60 milljónir. Á endanum eyddum við 40 milljónum."

„Við förum eftir settum reglum, eins og ég sagði það eru eigendur þarna úti sem vilja bara græða. Að sjálfsögðu þá töpum við ekki peningum, eignedurnir eyða því sem þeir geta."
Athugasemdir
banner
banner
banner