Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   sun 15. ágúst 2021 09:00
Elvar Geir Magnússon
Tottenham ætlar ekki að sleppa Kane
Powerade
Harry Kane, sóknarmaður Tottenham.
Harry Kane, sóknarmaður Tottenham.
Mynd: EPA
Dusan Vlahovic.
Dusan Vlahovic.
Mynd: Getty Images
Erling Haaland.
Erling Haaland.
Mynd: Getty Images
David Luiz leitar að nýju félagi.
David Luiz leitar að nýju félagi.
Mynd: Getty Images
Kane, Vlahovic, Pogba, Rice, Haaland, Mbappe, Cornet, Abraham og fleiri í slúðurpakkanum á sunnudegi. BBC tók saman.

Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, er ákveðinn í að halda sóknarmanninum Harry Kane (28) og mun segja forráðamönnum Manchester City að hann sé ekki til sölu þegar hann hittir þá í dag. (Sunday Telegraph)

Það eru auknar líkur á því að Kane, sem er fyrirliði enska landsliðsins, verði áfram hjá Tottenham út þetta tímabil. (Sunday Times)

Tottenham horfir til serbneska sóknarmannins Dusan Vlahovic (21) hjá Fiorentina til að fylla skarð Kane en hefur einnig áhuga á leikmanninum þó Kane verði áfram. Atletico Madrid hefur líka áhuga á Vlahovic. (Gazzetta dello Sport)

Kane fundaði með Nuno Espirito Santo, stjóra Tottenham, í gær til að ákveða hvort hann spili gegn Manchester City í dag. (Sunday Telegraph)

Tammy Abraham (23), sóknarmaður Chelsea, hefur samþykkt að ganga í raðir Roma þar sem hann mun spila undir stjórn Jose Mourinho. Hann flýgur til ítölsku höfuðborgarinnar í dag. (Sky Sport Italia)

Franski miðjumaðurinn Paul Pogba (28) íhugar að klára samning sinn við Manchester United með möguleika á að fara á frjálsri sölu til Real Madrid á næsta ári. (Star Sunday)

David Moyes, stjóri West Ham, segir að það þurfi yfir 100 milljóna punda tilboð til að hann íhugi að selja Declan Rice (22) sem hefur verið orðaður við Chelsea og Manchester United. (Mail on Sunday)

Norski sóknarmaðurinn Erling Haaland (21) er sagður dreyma um að spila í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur verið orðaður við Manchester United, Chelsea og Manchester City. Borussia Dortmund vill selja hann til Englands eða Spánar frekar en til Bayern München sem lýsti yfir áhuga í síðustu viku. (Sky Sports)

Burnley hefur lagt fram 13,5 milljóna punda tilboð í Fílabeinsstrendinginn Maxwel Cornet (24), vinstri bakvörð Lyon. (LancsLive)

Ef Cornet yfirgefur Lyon þá hjálpar það franska félaginu að fjármagna kaup á Svisslendingnum Xherdan Shaqiri (29) frá Liverpool. (Athletic)

Hugo Lloris (34), franski markvörðurinn hjá Tottenham, segist ekki hafa rætt um framlengingu á samnningi sínum. Hann er á lokaári samnings síns en segist rólegur yfir stöðunni. (Mail on Sunday)

Leicester City hefur verið orðað við japanska varnarmanninn Takehiro Tomiyasu, (22) hjá Bologna. Tottenham hefur einnig áhuga. (Corriere dello Sport)

Brasilíski varnarmaðurinn David Luiz (34) vill fara í metnaðarfullt félag og spila í sterkri deild. Hann er í leit að nýju félagi eftir að hafa yfirgefið Arsenal og hefur hafnað tilboðum úr ensku úrvalsdeildinni, Mið-Austurlöndum og Suður-Ameríku. (Mail on Sunday)

Real Madrid er tilbúið að hækka tilboð sitt í Kylian Mbappe (22) hjá PSG upp í 150 milljónir evra ef félagið selur Martin Ödegaard (22) til Arsenal fyrir 50 milljónir evra. (AS)

Arsenal mun reyna að fá franska miðjumanninn Houssem Aouar (23) ef félagið mistekst að kaupa Ödegaard eða James Maddison (24), leikmann Leicester. (Sun on Sunday)

Arsenal vonast til að binda enska vængmanninn Reiss Nelson (21) með nýjum samningi áður en hann verður lánaður. (Sun on Sunday)

Matt Miazga (26), bandaríksi varnarmaðurinn hjá Chelsa, er á leið til Alaves á lánssamningi. (Fabrizio Romano)

Ben Davies (25), varnarmaður Liverpool, er nálægt því að ganga frá eins árs lánssamningi við Sheffield United. (Sky Sports)

Mauro Icardi (28), sóknarmaður Paris St-Germain, reynir að komast til Juventus en hann telur að spiltími sinn á Prinsavöllum verði ekki mikill eftir komu Lionel Messi (34). (Todo Fichajes)

West Ham íhuga að gera tilboð í Kortney Hause (26), enska varnarmanninn hjá Aston Villa. (Football Insider)

Phil Jones, miðvörður Manchester United, neitaði að gefa eftir treyju númer fjögur til Raphael Varane þrátt fyrir að hafa ekki spilað fyrir liðið síðan í janúar 2020. (Manchester Evening News)
Athugasemdir
banner
banner