PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
banner
   sun 15. september 2024 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Eitt flottasta mark sem við höfum séð"
Mynd: Getty Images

Það var magnaður leikur í gær þar sem Aston Villa vann endurkomusigur gegn Everton.

Þetta var annar leikurinn í röð sem Everton tapar eftir að hafa komist tveimur mörkum yfir. Það var Jhon Duran sem tryggði Aston Villa sigurinn með stórkostlegu marki.


Ollie Watkins, framherji Aston Villa, tjáði sig um Duran eftir leikinn.

„Það þarf svona töfra og Jhon mætir og töfrar þetta fram. Það vita allir hvað hann getur gert, þetta er eitt af flottustu mark sem við höfum séð," sagði Watkins.

Viðbrögð Emiliano Martinez, markvarðar Aston Villa um leið og Duran skoraði vöktu athygli en hann virtist orðlaus.

„Ég sá þetta að aftan og sá boltann á ferð, þetta var óstöðvandi. Frábært skot, við höfum verið að reyna halda Duran í úrvalsdeildinni og ef hann heldur svona áfram verður mikil hætta af honum. Hann getur orðið einn besti framherji í heimi en þarf að halda fótunum á jörðinni og leggja hart að sér," sagði Martinez.


Athugasemdir
banner
banner