Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 15. nóvember 2020 22:23
Magnús Már Einarsson
Gylfi: Einhverjir erfiðustu dagarnir á okkar fótboltaferli
Ekki með gegn Englendingum
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta voru tveir mismunandi hálfleikar. Við vorum svolítið djúpir í fyrri hálfleik og þeir voru mikið með boltann. Þetta breyttist aðeins í seinni hálfleik, það var meiri kraftur í okkur og við reyndum að pressa þá hærra," sagði Gylfi Þór Sigurðsson við Stöð 2 Sport eftir 2-1 tapið gegn Dönum í Þjóðadeildinni í kvöld.

„Við náðum að jafna þegar voru þrjár mínútur eftir en fáum síðan mark á okkur og það var mjög svekkjandi."

Gylfi segir að það hafi verið mjög erfitt að taka tapinu gegn Ungverjalandi á fimmtudag í umspili um sæti á EM.

„Þetta hefur verið mjög erfitt og örugglega einhverjir erfiðustu dagarnir á okkar fótboltaferli. Við höfum upplifað mjög góða tíma síðustu ár og erum kannski of góðu vön. En það er ekki hægt að neita því að þetta var mjög erfitt. En kannski var gott að fá leik strax, ekki gleyma þessu heldur að halda áfram og líta á næstu keppni," sagði Gylfi í viðtali við Anton Inga Leifsson á Stöð 2 Sport.

Gylfi fer aftur til æfinga hjá Everton á morgun en hann verður því ekki með Íslandi gegn Englandi í Þjóðadeildinni á Wembley á miðvikudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner