Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 15. nóvember 2022 15:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bruno svarar umræðunni: Búinn að eyðileggja fyrirsagnirnar
Bruno Fernandes.
Bruno Fernandes.
Mynd: EPA
Bruno Fernandes, leikmaður Manchester United og portúgalska landsliðsins, hefur í fyrsta sinn tjáð sig eftir að myndband af honum og Cristiano Ronaldo fór í mikla dreifingu í gærkvöldi.

Ronaldo fór nýverið í viðtal hjá Piers Morgan þar sem hann talaði illa um Man Utd, Erik ten Hag og goðsagnir á borð við Wayne Rooney. Bútar úr viðtalinu fóru að birtast stuttu eftir dramatískan sigur United á Fulham í ensku úrvalsdeildinni.

Fernandes spilaði í sigrinum dramatíska en ekki Ronaldo - sem tók alla athyglina frá sigrinum og liðinu með þessu viðtali. Fernandes kom aðeins síðar til móts við portúgalska landsliðið þar sem hann spilaði gegn Fulham.

Myndband þegar Fernandes heilsar Ronaldo við komuna í landsliðið hefur farið sem eldur í sinu á veraldavefnum. Fernandes virðist mjög pirraður og virkar Ronaldo sömuleiðis hissa á viðbrögðum liðsfélaga síns.

Af myndbandinu að dæma virðist vera mjög kalt á milli þeirra en Joao Mario, liðsfélagi þeirra hjá Portúgal, þvertók fyrir að staðan sé svo. Hann segir að þeir hafi verið að grínast yfir því að Fernandes hafi verið einn sá síðasti til að koma til móts við liðið.

Fernandes ýtti frekar ofan á þetta á Instagram fyrir stuttu síðan með tengil á fréttamannafundinn frá því fyrr í dag. Við myndbandið skrifaði hann: „Joao Mario, núna ertu búinn að eyðileggja fyrirsagnirnar hjá blöðunum."

Fernandes grætur líka úr hlátri (e. emoji) og má túlka það þannig að engin illindi séu á milli hans og Ronaldo. Allavega vill hann koma því á framfæri.


Athugasemdir
banner
banner