Breiðablik er samkvæmt heimildum Fótbolta.net að ganga frá kaupum á unglingalandsliðsmanninum Ágústi Orra Þorsteinssyni frá Genoa. Hann hefur verið í stóru hlutverki i U19 landsliðinu síðustu ár og er í U21 hópnum fyrir komandi vináttuleik gegn Póllandi.
Ágúst var seldur frá Breiðabliki í ágúst í fyrra á nokkuð háa upphæð og samkvæmt heimildum Fótbolta.net er sú upphæð sem Breiðablik er að greiða Genoa fyrir að fá leikmanninn til baka metupphæð í íslenska boltanum. Aldrei hefur íslenskt félag greitt svo háa upphæð fyrir leikmann.
Ágúst var seldur frá Breiðabliki í ágúst í fyrra á nokkuð háa upphæð og samkvæmt heimildum Fótbolta.net er sú upphæð sem Breiðablik er að greiða Genoa fyrir að fá leikmanninn til baka metupphæð í íslenska boltanum. Aldrei hefur íslenskt félag greitt svo háa upphæð fyrir leikmann.
Þar var hann hins vegar ekki í stóru hlutverki og taldi leiðina í aðalliðið vera ofa langa. Það væri meira heillandi að reyna brjóta sér leið inn í aðallið Breiðabliks og spila Evrópuleiki.
Ágúst getur spilað á báðum köntunum og sem sóknarsinnaður miðjumaður. Hann er fæddur árið 2006 og var keyptur til Malmö árið 2022 en Breiðablik keypti hann aftur til baka i byrjun árs 2023.
Umræðan um fáa unga leikmenn hjá Íslandsmeisturunum hefur verið nokkur hávær að undanförnu og ljóst að með komu Ágústs er Breiðablik að fá mjög efnilegan leikmann í sínar raðir. Ágúst er nítján ára, á að baki 20 unglingalandsleiki og 14 keppnisleiki með Breiðabliki.
Það var Kristján Óli Sigurðsson í Þungavigtinni sem vakti fyrst athygli á kaupunum með færslu á X.
Breiðablik kaupir Ágúst Orra af Genoa. #HeimavinnaHöfðingjans pic.twitter.com/9uZScpc4Qa
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) November 15, 2024
Athugasemdir