Sveindís Jane Jónsdóttir, lykilkona í íslenska landsliðinu, hefur aðeins byrjað einn leik í þýsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.
Hún hefur sex sinnum komið inn af bekknum og skorað eitt mark.
Hún hefur sex sinnum komið inn af bekknum og skorað eitt mark.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, var spurður að því á fréttamannafundi í dag hvort það væri áhyggjuefni hversu lítið hún væri að spila.
„Auðvitað hentar okkur betur ef hún er að spila. Það er lítið sem við getum gert í því, eitthvað sem þeir ráða. Hún getur allavega spilað með okkur sem er jákvætt. Auðvitað vil ég að hún spili töluvert meira með Wolfsburg," sagði Þorsteinn.
„Þetta er eitthvað tímabundið að ég held. Ég hef enga trú á öðru en að það breytist fljótlega."
Athugasemdir