banner
   fim 16. mars 2023 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Fær ekki að æfa með aðalliðinu eftir að hafa kýlt konu á skemmtistað
Mynd: Getty Images
Jhordy Thompson, leikmaður Colo-Colo í Síle, er kominn í tímabundið bann frá því að æfa með aðalliði félagsins eftir að hann kýldi konu á skemmtistað.

Thompson, sem er 18 ára gamall, er talinn með efnilegri leikmönnum í Síle en hann hefur spilað fyrir aðallið Colo-Colo síðustu tvö ár.

Hann er þá fastamaður í U20 ára landsliði Síle en mun ekki fá fleiri tækifæri á næstunni eftir að hann veittist að konu á skemmtistað og kýldi hana í andlitið.

Myndband af atvikinu var lekið á samfélagsmiðla og hefur Colo-Colo nú sent frá sér yfirlýsingu. Félagið ætlar ekki að rifta samningi leikmannsins heldur senda hann til sálfræðings og sjá til þess að hann fái faglega aðstoð.

Þetta er þó ekkert nýtt af nálinni í Síle en fleiri leikmenn í deildinni hafa orðið uppvísir af því að beita ofbeldi og fengu þeir að halda áfram að spila óáreittir.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner