Liðin umferð í ensku úrvalsdeildinni var frábær fyrir Manchester City. Liðið rúllaði yfir Luton á laugardag en á sunnudeginum töpuðu keppinautarnir í Liverpool og Arsenal bæði á heimavelli. Hér má sjá lið vikunnar, valið Garth Crooks sérfræðingi BBC.
Liðið er gríðarlega sterkt, Crooks segist leiður yfir því að hafa ekki getað fundið pláss fyrir Kevin de Bruyne og Mateo Kovacic.
Liðið er gríðarlega sterkt, Crooks segist leiður yfir því að hafa ekki getað fundið pláss fyrir Kevin de Bruyne og Mateo Kovacic.
Varnarmaður: Joachim Andersen (Crystal Palace) - Sýndi fyrirmyndar baráttuhug í hjarta varnarinnar hjá Palace sem gerði sér lítið fyrir og vann 1-0 sigur gegn Liverpool á Anfield.
Miðjumaður: Andreas Pereira (Fulham) - Stjarna sýningarinnar í 2-0 sigri Fulham gegn West Ham. Skoraði bæði mörkin.
Sóknarmaður: Jeremy Doku (Manchester City) - Tætti Luton í sig og átti mark og stoðsendingu. Rosaleg frammistaða.
Sóknarmaður: Alexander Isak (Newcastle) - Þessi magnaði sænski sóknarmaður skoraði tvívegis gegn Tottenham.
Athugasemdir