Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 16. maí 2022 09:07
Elvar Geir Magnússon
Juventus fundar með Pogba í dag - Villa vill Suarez
Powerade
Paul Pogba, miðjumaður Manchester United.
Paul Pogba, miðjumaður Manchester United.
Mynd: EPA
Luis Suarez.
Luis Suarez.
Mynd: Getty Images
Nasser Al-Khelaifi, forseti PSG.
Nasser Al-Khelaifi, forseti PSG.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Mbappe, Pogba, Suarez, Ronaldo, Bellingham, Henderson, Ekitike, Neves og fleiri í slúðurpakkanum í dag.

Juventus mun funda með fulltrúum franska miðjumannsins Paul Pogba (29) í Tórínó í dag. Samningur Pogba við Manchester United er að renna út. (Mirror)

Aston Villa er meðal félaga sem vilja fá úrúgvæska sóknarmanninn Luis Suarez (35) sem mun yfirgefa Atletico Madrid eftir tímabilið. Sevilla og Inter hafa einnig áhuga. (Fichajes)

Það verður forgangsatriði hjá Chelsea að styrkja varnarlínuna þegar Todd Boehly er búinn að klára kaup á félaginu. (Guardian)

Erik ten Hag hefur ýjað að því að hann vilji halda Cristiano Ronaldo (37) hjá Manchester United. (Sun)

Franski sóknarmaðurinn Kylian Mbappe (23) hjá PSG segist vera nálægt því að taka ákvörðun um framtíð sína og það verði tilkynnt „mjög bráðlega". Hann hefur verið sterklega orðaður við Real Madrid. (Get Football News France)

Newcastle hefur aukinn áhuga á að fá enska markvörðinn Dean Henderson (25) frá Manchester United. (Mirror)

Newcastle hefur áhuga á Hugo Ekitike (19), sóknarmanni Reims, en Borussia Dortmund er einnig að skoða það að fá Frakkann í stað Erling Haaland. (Fabrizio Romano)

Barcelona undirbýr tilboð í portúgalska miðjumanninn Ruben Neves (25) hjá Wolves. (Sport)

Liverpool er líklegast til að fá miðjumanninn unga Jobe Bellingham (16) frá Birmingham. Hann er bróðir enska landsliðsmannsins Jude Bellingham hjá Dortmund. (Mirror)

Arsenal íhugar að selja brasilíska miðvörðinn Gabriel (24) en Juventus hefur áhuga. (Tuttosport)

Christian Eriksen (30) segir að hann myndi elska það að spila aftur í Meistaradeildinni. Sammingur hans við Brentford rennur út í sumar og hann skoðar möguleika sína. (Viaplay)

Mauricio Pochettino, stjóri Paris St-Germain, mun funda með forseta félagsins, Nasser Al-Khelaifi, en vangaveltur eru í gangi um framtíð Pochettino. (Marca)

Uli Höness, heiðursforseti Bayern München, segir að sóknarmaðurinn Robert Lewandowski hafi hafnað nýjum samningi og það snúist allt um peninga. (Kicker)
Athugasemdir
banner
banner
banner