Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   þri 16. júní 2020 18:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Helgi Sig: Tal um að það þurfi ekki að spila deildina er bara bull
Spá þjálfara og fyrirliða í Lengjudeildina: 1. sæti - ÍBV
Lengjudeildin
Helgi Sigurðsson er þjálfari ÍBV.
Helgi Sigurðsson er þjálfari ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úrslitin hafa verið góð hjá ÍBV í vetur.
Úrslitin hafa verið góð hjá ÍBV í vetur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vestmannaeyingar nældu í Bjarna Ólaf Eiríksson, fyrrum landsliðsmann. Hann er fyrirliði liðsins.
Vestmannaeyingar nældu í Bjarna Ólaf Eiríksson, fyrrum landsliðsmann. Hann er fyrirliði liðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Spáin kemur mér í raun og veru ekki á óvart, ekki miðað við hvernig umræðan hefur verið í allan vetur," segir Helgi Sigurðsson, þjálfari ÍBV.

Vestmannaeyingar féllu úr Pepsi Max-deildinni á síðasta ári og þeim er spáð beinustu leið aftur upp. Umtalið í vetur hefur verið þannig að ÍBV sé með yfirburðarlið í Lengjudeildinni og ætti ekki að vera í neinum vandræðum með að vinna deildina.

„Við erum meðvitaðir um að fólk væntir mikils af okkur í sumar og það er gott að vita að margir hafi trú á okkur."

Helgi segir að umræða trufli ekki lið ÍBV og sé ekki að setja aukna pressu á liðið. „Hún hefur lítið gert það. Við höfum verið að vinna í okkar málum í vetur og úrslitin hafa verið að langmestu leyti mjög góð. Við áttum okkur alveg á því að það þarf að spila mótið og það eru mörg lið sem ætla sér upp. Það eru fleiri lið en við sem ætla sér stóra hluti í sumar."

Lengjudeildin er sterk í sumar og það eru mörg lið sem stefna upp í Pepsi Max-deildina. „Ég held að deildin í ár sé miklu sterkari en hún var í fyrra," sagði Helgi. „Það eru fimm, sex lið sem ætla sér upp. Talandi um að það þurfi ekki að spila deildina af því að ÍBV er með langbesta liðið, það er bara bull. Við vitum alveg að við erum með gott lið, en það eru 11 lið sem vilja vinna okkur og við þurfum að mæta til leiks í hvern einasta leik."

Undirbúningstímabilið hefur verið mjög sérstakt í ljósi kórónuveirufaraldursins og var til að mynda tveggja mánaða pása frá mars til maí þar sem lið gátu ekki æft saman.

„Undirbúningstímabilið gekk vel fram að Covid, við vorum að ná fínum úrslitum bæði í Fótbolta.net mótinu og Lengjubikarnum. Við vorum í kjörstöðu fyrir síðustu umferð að komast í undanúrslit Lengjubikarsins úr sterkum riðli þar sem voru Valur, Fjölnir og Stjarnan úr Pepsi Max-deildinni. Ég er tiltölulega sáttur með veturinn fram að Covid. Æfingaleikirnir hafa gengið vel síðustu vikur og það er greinilegt að menn voru að leggja hart að sér þegar þeir voru að æfa einir," segir Helgi.

„Það hefur ekkert breyst þannig, úrslitin hafa haldið áfram að tikka inn. Núna er alvaran að byrja og það sem hefur gerst í vetur hefur svo sem ekkert allt að segja. Það sem framundan er skiptir öllu máli."

Hann segir það mjög skemmtilegt að mæta á æfingasvæðið þegar grasið er orðið grænt. ÍBV hefur fengið til sín nokkra leikmenn í vetur, en þar bar hæst að fyrrum landsliðsmaðurinn Bjarni Ólafur Eiríksson kom frá Val og verður hann fyrirliði liðsins í sumar. Þá tókst Vestmannaeyingum að halda breska sóknarmanninum Gary Martin sem kemur til með að skora nokkurn fjölda af mörkum í sumar. Gary skoraði þrennu gegn Grindavík í bikarnum um síðustu helgi.

„Við höfum lítið gert á þessu, við höfum ekki sótt neinn mann á þessu. Við vorum fljótir að klára þessi mál. Hópurinn er ekki eins breiður og í fyrra, en við teljum okkur vera með flottan hóp. Það eru færri útlendingar en betri. Ungu strákarnir í ÍBV hafa komið á óvart í vetur og staðið sig gríðarlega vel. Svo erum við með góða aðkomumenn sem eru tilbúnir að berjast fyrir þessu. Við erum mjög sáttir með hópinn."

Helgi segir það mjög gott að hafa reynslumikinn mann eins og Bjarna Ólaf í hópnum. „Það er gríðarlega sterkt fyrir ÍBV að fá svona reyndan leikmann. Þetta er náttúrulega gríðarlega fengur fyrir ÍBV að fá svona leikmann. Hann er leiðtogi og þegar hann talar þá hlusta menn."

Engir fleiri leikmenn eru leið til ÍBV en mikil tilhlökkun er fyrir mótinu í Eyjum. „Þetta er búið að vera óvenju langur vetur. Það verður gaman að fara af stað og við erum fullir af bjartsýnir," sagði Helgi Sigurðsson, þjálfari ÍBV.

Það skal tekið fram að þetta viðtal við Helga var tekið áður en leikur Grindavíkur og ÍBV fór fram í Mjólkurbikar karla. Sá leikur fór 5-1 fyrir ÍBV, en hér að neðan má sjá viðtal við Helga sem tekð var eftir þann leik.
Helgi Sig: Við ætlum okkur upp og þorum að segja það
Athugasemdir
banner
banner
banner