Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 16. júní 2022 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Einu mistökin að hafa ekki látið Pogba fara fyrr
Paul Pogba.
Paul Pogba.
Mynd: Getty Images
Paul Pogba er farinn frá Manchester United og er líklega að ganga í raðir Juventus á frjálsri sölu, tíu árum eftir að hann gerði það síðast.

Í heimildarmyndinni The Pogmentary sem vætanleg er á Amazon má sjá samræður Pogba við fyrrum umboðsmann sinn Mino Raiola síðasta sumar. Raiola lést í apríl. United bauð Pogba nýjan samning síðasta sumar en Raiola og Pogba voru ekki hrifnir af tilboðinu.

„Hvernig geturu sagt við leikmann að þú viljir hafa hann en þú býður ekki neitt? Ég hef aldrei séð það,” sagði Pogba um tilboð Man Utd.

Samkvæmt honum eru um 300 þúsund pund „ekki neitt” en United er sagt hafa boðið honum það.

Pogba talar einnig um það í heimildarmyndinni að hann ætli að sýna United að þeir séu að gera mistök með því að bjóða honum ekki meiri pening en þetta.

Steven Railston, fréttamaður fyrir staðarmiðilinn Manchester Evening News fagnar því að Pogba sé að fara. United hafi borgað fyrir hann 89 milljónir punda árið 2016 og hann hafi átt að breyta hlutunum fyrir liðið. Hann yfirgefur félagið hins vegar aðeins með tvo titla; deildabikarinn og Evrópudeildina. Hann hefur aldrei náð að sýna stöðugleika í sínum leik og það sé best fyrir félagið að losa sig mann sem skortir elju og vinnusemi til að spila fyrir Manchester United.

„Pogba heldur því fram að félagið sé að gera mistök með því að bjóða honum ekki betri samning, en einu augljósu mistökin er að félagið hafi ekki losað sig við hann fyrr,” skrifar Railston.

„Árangur hjá Man Utd er að vinna titla og Pogba vann deildabikarinn og Evrópudeildina á sex árum. Þessir tveir titlar eru aldrei nóg til þess að bæta upp fyrir óróleikann í kringum hann, vanvirðinguna sem kemur úr herbúðum hans og frammistöðu hans inn á vellinum. Þá er hægt að deila um það hvort hann sé tilbúinn að berjast fyrir merkið á treyjunni.”

„Vertu sæll, Paul Pogba.”

Sjá einnig:
Pogba: Ætla að sýna Manchester United að félagið gerði mistök
Athugasemdir
banner
banner
banner