Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   fim 16. júní 2022 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pogba: Ætla að sýna Manchester United að félagið gerði mistök
Franski landsliðsmaðurinn Paul Pogba verður ekki leikmaður Manchester United á næstu leiktíð en samningur hans við félagið rennur út um mánaðarmótin.

Í heimildarmyndinni The Pogmentary sem vætanleg er á Amazon má sjá samræður Pogba við fyrrum umboðsmann sinn Mino Raiola síðasta sumar. Raiola lést í apríl.

United bauð Pogba nýjan samning síðasta sumar en Raiola og Pogba voru ekki hrifnir af tilboðinu.

„Kom Manchester með annað tilboð?" spurði leikmaðurinn Raiola.

„Já," sagði sá ítalski. „Þeir vilja að þú verðir áfram en frá mér séð þá endurspeglast það ekki í þessu tilboði. Ég sagði við þá: „Ef þið viljið að hann verði áfram, ekki þá koma með þetta tilboð". Ég mun ræða við þá og láta þá skilja að ef þeir vilja að þú verðir áfram þá verða þeir að byggja upp í kringum þig, í þetta skiptið verða þeir að hefða sér á annan hátt og leggja peningana á borðið," sagði Raiola.

„Þeir eru að plata," sagði Pogba. „Hvernig geturu sagt við leikmann að þú viljir hafa hann en þú býður ekki neitt? Ég hef aldrei séð það."

Samkvæmt heimildum Sky Sports bauð United Pogba 3,5% launahækkun.

Seinna í myndinni segir Frakkinn svo: „Mín hugsun er að sýna Manchester að þeir gerðu mistök með því að bíða eftir því að bjóða mér samning. Ég vil líka sýna öðrum félögum að Manchester gerði mistök með því að bjóða mér ekki samning."

Allt bendir til þess að Pogba gangi í raðir Juventus í vetur en Sky Sports er þó á því að samtalið við PSG sé ekki komið á endastöð.
Athugasemdir
banner