Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
   sun 16. júní 2024 13:28
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sjáðu markið: Kom inn fyrir Lewandowski og náði forystunni
Mynd: EPA

Pólland er komið með forystuna gegn Hollandi í fyrsta leik D riðils á EM í Þýskalandi.


Robert Lewandowski, markahæsti leikmaður pólska landsliðsins frá upphafi er fjarverandi vegna meiðsla en það hafði ekki áhrif á liðið í upphafi leiks.

Hollendingar byrjuðu leikinn þó betur en Adam Buksa kom Póllandi yfir eftir um stundafjórðung þegar hann skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu.

Buksa er 27 ára gamall framherji Antalyaspor í Tyrklandi en hann er í fremstu víglínu hjá pólska liðinu í dag í fjarveru Lewandowski.

Sjáðu markið hér


Athugasemdir
banner
banner
banner