Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mán 16. ágúst 2021 12:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Davíð tvíkinnbeinsbrotinn - Eiður hafði samband um kvöldið
Lengjudeildin
Davíð Þór í leik með Kórdrengjum í sumar.
Davíð Þór í leik með Kórdrengjum í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Aron gerði frábærlega.
Eiður Aron gerði frábærlega.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Þór Ásbjörnsson fór meiddur af velli þegar Kórdrengir mættu ÍBV í toppbaráttuslag í Lengjudeildinni á laugardag.

Lestu um leikinn: Kórdrengir 0 -  1 ÍBV

„Ásgeir Frank með háan bolta inn á teiginn sem Davíð reynir að komast í en Halldór Páll kýlir boltann í burtu og fer svo í Davíð sem liggur eftir. Eiður Aron stökk strax til og hugaði að Davíð," skrifaði Sæbjörn Þór Steinke í beinni textalýsingu frá leiknum.

Davíð fékk slæmt högg og tvíkinnbeinsbrotnaði. „Ég þarf mögulega aðgerð, en ég er of bólginn í augnablikinu svo læknarnir geta ekki metið það strax," segir miðjumaðurinn sterki í samtali við Fótbolta.net. Hann er mögulega líka kjálkabrotinn.

„Ég er bara að bíða eftir svörum frá læknum varðandi hvort eg þurfi aðgerð eða ekki, fæ vonandi svör i vikunni ef bólgan hjaðnar nóg."

Hann rotaðist og man eftir litlu sem gerðist nokkrum mínútum fyrir höggið og nokkrum mínútum eftir höggið.

Davíð Smári Lamude, þjálfari Kórdrengja, vildi fá vítaspyrnu og er Davíð sammála þjálfara sínum. „Já, ég er búinn að skoða þetta vel, og auðvitað er þetta víti."

Þakkar Eiði
Eiður Aron Sigurbjörnsson, varnarmaður ÍBV, var fljótur að bregðast við. „Það var langur bolti og þeir Dóri og Davíð fara upp í boltann. Ég sá þetta ekki almennilega, eina sem ég pældi í var Davíð þarna því hann var sofnaður í loftinu. Það fyrsta sem ég geri er að tékka á tungu og velta honum á hliðina. Þetta var mjög óheppilegt atvik en vonandi er hann bara heill heilsu," sagði Eiður.

Eiður hafði svo samband við Davíð um kvöldið til að kanna líðan hans. Varnarmaður ÍBV hafði samband við Davíð um kvöldið.

„Já, ég sendi risa hrós á Eið fyrir hans viðbrögð á staðnum en hann hafði líka samband við mig seinna um kvöldið til að athuga stöðuna á mér. Það er virkilega virðingarvert og kann ég honum bestu þakkir fyrir það," segir Davíð sem snýr vonandi aftur á fótboltavöllinn sem fyrst.

Hægt er að sjá viðtal sem var tekið við Eið á laugardag hér að neðan.
Fyrstu viðbrögð Eiðs til fyrirmyndar þegar Davíð rotaðist - „Allir hefðu gert þetta"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner