Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mán 16. ágúst 2021 16:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ef glugginn er búinn núna, þá erum við ekki alveg glöð"
Konate er eini leikmaðurinn sem Liverpool er búið að kaupa í sumar.
Konate er eini leikmaðurinn sem Liverpool er búið að kaupa í sumar.
Mynd: Liverpool
Liverpool hefur keypt einn leikmann í sumar; miðvörðinn Ibrahima Konate frá RB Leipzig.

Félagaskiptaglugginn lokar um mánaðarmótin en það heyrist ekki mikið frá Liverpool-borg um möguleg leikmannakaup.

Það var hlaðvarp um Manchester United og Liverpool á Fótbolta.net í síðustu viku. Þar var rætt um gluggann hjá Liverpool til þessa. Magnús Þór Jónsson á Kop.is vill alla vega fá einn leikmann inn á miðsvæðið.

„Þetta er rosa efni þessi strákur (Konate). Hann hefur allt og það kom mér á óvart hversu fljótur hann er. Þetta er tröll að burðum," sagði Magnús.

„Það eru mjög mörg spurningamerki. Hafsentarnir hafa verið mikið meiddir, Henderson hefur ekki náð heilu tímabili síðustu 2-3 ár. Alex Oxlade-Chamberlain er mikið meiddur og Keita hefur aldrei náð þotunum. Það kæmi mér mjög á óvart ef Liverpool fer ekki á markaðinn."

„Þeir hafa gert duglega af því að losa leikmenn sem eru 20-23 ára sem voru rétt utan um hópinn. Enn þurfa þeir að losa sig við leikmenn. Liverpool hefur ekki efni á því að vera með menn eins og Shaqiri og Origi á 100 þúsund + pundum á viku og spila einhverja sex, sjö leiki."

„Eigendurnir eru stundum sparsamir... ég vil fá mann inn á miðjuna sem hristir upp í dýnamíkinni. Allir heilir og allir í góðu standi, þá er ég voða glaður. En á miðjunni eru leikmenn - fyrir utan Fabinho - sem ekki er alveg hægt að stóla á."

„Ef glugginn er búinn núna, þá erum við ekki alveg glöð. Í lagi en ekki alveg glöð."
Enski boltinn - Risa þáttur um tvö vinsælustu félögin
Athugasemdir
banner
banner
banner