Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mán 16. ágúst 2021 15:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man City óvænt að skoða hávaxnasta leikmann enska boltans
Pep Guardiola, stjóri Man City.
Pep Guardiola, stjóri Man City.
Mynd: Getty Images
Manchester City er að leita sér að sóknarmanni og það er ekki bara verið að skoða það að fá Harry Kane.

Annar leikmaður sem félagið er að skoða heitir Kyle Hudlin og spilar með Solihull Moors í fimmtu efstu deild Englands.

Þetta eru heldur betur óvænt tíðindi en þau koma úr áreiðanlegri átt, frá The Athletic. Það kemur fram að Man City hafi verið að skoða hann um helgina.

Hudlin, sem er 21 árs, er hávaxnasti útileikmaður enska fótboltans. Hann er um 2,05 metrar á hæð.

Hann skoraði 11 mörk í 38 keppnisleikjum á síðasta tímabili. Það er ekki bara Man City sem er að skoða hann. Cardiff og Middlesbrough í Championship-deildinni hafa sýnt honum áhuga.

Hér að neðan má sjá brot af því besta frá Hudlin.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner