Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 16. september 2021 13:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óskar Smári verður ekki áfram hjá Tindastóli - „Virði þá ákvörðun"
Óskar Smári Haraldsson
Óskar Smári Haraldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Smári Haraldsson verður ekki áfram þjálfari kvennaliðs Tindastóls. Þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net í dag.

Óskar þjálfaði liðið með Guðna Þór Einarssyni í sumar. Tindastóll endaði í næstneðsta sæti Pepsi Max-deildarinnar og féll niður í næstefstu deild. Þetta var í fyrsta sinn sem Tindastóll var í efstu deild í sögu félagsins. Guðni verður heldur ekki áfram.

Óskar Smári hafði verið aðstoðarmaður Kristjáns Guðmundssonar hjá Stjörnunni og þjálfari 2. flokks hjá félaginu áður en hann hélt heim á Sauðárkrók og tók þátt í ævintýri liðsins í sumar.

Samningur Óskars við Tindastól rann út eftir tímabilið og hefur hann fengið þau skilaboð að hann fái ekki endurnýjun á samningi.

„Þetta eru ákveðin vonbrigði, en staðreyndin er sú að liðið féll um deild og stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls vill ráða inn reynslumeiri þjálfara. Ég virði þá ákvörðun hjá stjórninni," sagði Óskar Smári.

„Mig langar að fá að nota tækifærið og þakka stjórn meistaraflokks, kvennaráði, þjálfurum, stuðningsmönnum og leikmönnum liðsins fyrir samstarfið á liðnu tímabili og óska ég Tindastól alls hins besta í framtíðinni. Ég mun mæta sem stuðningsmaður í stúkuna á komandi tímabili.," sagði Óskar.

Óskar segir að það séu allar líkur á því að hann flyti á höfuðborgarsvæðið í kjölfarið.
Athugasemdir
banner
banner
banner