Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mán 16. september 2024 19:57
Brynjar Ingi Erluson
Ísak Andri lagði upp jöfnunarmarkið - Helgi Fróði á toppnum
Ísak Andri
Ísak Andri
Mynd: Guðmundur Svansson
Stjörnustrákurinn Ísak Andri Sigurgeirsson lagði upp jöfnunarmark Norrköping í 1-1 jafnteflinu gegn Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Arnór Ingvi Traustason var í byrjunarliði Norrköping en Ísak kom inn af bekknum á 78. mínútu.

Hammarby leiddi með einu marki en þegar þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma fékk Ísak boltann í miðjum teignum. Hann virtist reyna að jafna leikinn með hælspyrnu, en boltinn fór í staðinn af varnarmanni og á Vito Hammershoy-Mistrati sem skoraði.

Norrköping er í 11. sæti deildarinnar með 25 stig.

Davíð Snær Jóhannsson kom inn af bekknum í 2-0 sigri Álasunds á Sandnes í norsku B-deildinni. Álasund er í 14. sæti með 22 stig.

Þá kom Daníel Freyr Kristjánsson inn af bekknum hjá Fredericia sem gerði 1-1 jafntefli við Hobro í dönsku B-deildinni. Fredericia hefur gert ágætis hluti á tímabilinu og er nú í 3. sæti með 16 stig.

Helgi Fróði Ingason byrjaði þá hjá Helmond Sport sem vann Oss, 1-0, í hollensku B-deildinni. Helmond er á toppnum með 14 stig eftir sex leiki.


Athugasemdir
banner
banner
banner