Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 16. október 2019 20:23
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin: PSG í vænlegri stöðu eftir sigur á Blikum
Marie-Antoinette Katoto og Kristín Dís Árnadóttir í baráttunni í kvöld
Marie-Antoinette Katoto og Kristín Dís Árnadóttir í baráttunni í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 0 - 4 PSG
0-1 Karina Sævik ('10 )
0-2 Formiga ('17 )
0-3 Marie-Antoinette Katoto ('28 )
0-4 Paulina Dudek ('90 )

Paris Saint-Germain vann Breiðablik 4-0 í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld en leikurinn fór fram á Kópavogsvelli.

Breiðablik 0 - 4 Paris Saint-Germain - Lestu lýsinguna

Karina Sævik kom franska stórliðinu yfir á 10. mínútu með góðu skoti úr margteignum eftir sendingu frá hægri áður en hin 41 árs gamla Formiga bætti við öðru sjö mínútum síðar.

PSG fékk þá hornspyrnu og lúrði Formiga á fjærstönginni og átti í engum vandræðum með að skalla boltann í netið.

Marie-Antoinette Katoto gerði þriðja markið eftir sendingu frá Hönnu Glas. PSG var með algera yfirburði í leiknum og var nóg að gera hjá Ástu Vigdísi í markinu.

Sóknarþungi PSG róaðist í þeim síðari en á 80. mínútu fékk Sævik dauðafæri. Ásta varði frá henni en boltinn barst aftur á Sævik og virtist Ásta verja boltann aftur.

Franska liðið skoraði svo fjórða markið undir lok leiks en þar var að verki Paulina Dudek með skalla eftir hornspyrnu, Lokatölur 4-0 fyrir PSG sem fer með vænlega forystu inn í síðari hálfleikinn sem fer fram 31. október í París.
Athugasemdir
banner
banner
banner