Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 16. nóvember 2020 10:17
Elvar Geir Magnússon
Gonzalo Zamorano í ÍBV (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir átökin í Lengjudeildinni næsta sumar en Gonzalo Zamorano hefur gert tveggja ára samning við félagið.

Gonzalo lék með Víkingi Ólafsvík í sumar og þótti með betri mönnum deildarinnar en hann var á bekknum í liði ársins

„Velkominn Gonzi og áfram ÍBV, alltaf alls staðar," segir í tilkynningu frá ÍBV.

Gonzalo er 25 ára sóknarleikmaður og skoraði ellefu mörk í tuttugu leikjum í Lengjudeildinni í ár.

Hann kom fyrst til landsins 2017 og spilaði þá fyrir Huginn, var hjá Víkingi Ólafsvík árið á eftir og lék svo með ÍA í Pepsi Max-deildinni í fyrra þar sem hann spilaði 20 leiki en náði ekki að skora.

ÍBV hafnaði í sjötta sæti Lengjudeildarinnar í ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner