Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 17. janúar 2020 08:30
Magnús Már Einarsson
Man Utd getur fengið Cavani í sumar
Powerade
Edinson Cavani.
Edinson Cavani.
Mynd: Getty Images
Bertrand gæti fyllt skarð Chilwell hjá Leicester.
Bertrand gæti fyllt skarð Chilwell hjá Leicester.
Mynd: Getty Images
Klopp ætlar að gefa frí í febrúar.
Klopp ætlar að gefa frí í febrúar.
Mynd: Getty Images
Slúðurpakkinn í dag er með þeim lengri í langan tíma enda nóg í gangi!



Manchester United býðst að fá Edinson Cavani (32) framherja PSG frítt í sínar raðir í sumar. United getur hins vegar ekki fengið hann í þessum mánuði. (Manchester Evening News)

Chelsea er í bílstjórasætinu í baráttunni um Timo Werner (23) framherja RB Leipzig. Werner hefur áhuga á að spila í ensku úrvalsdeildinni. (Bild)

Inter hefur boðið þrettán milljónir punda í Christian Eriksen (27) miðjumann Tottenham. (Telegraph)

Leicester ætlar að reyna að fá Ryan Bertrand (30) vinstri bakvörð Southampton í sínar raðir til að fylla skarð Ben Chilwell (23) ef hann fer til Chelsea. (Mail)

Manchester City vill halda Leroy Sane (24) en hann hefur verið orðaður við Bayern Munchen. City vonast ennþá eftir að ná að gera nýjan samning við Sane. (Metro)

Bruno Fernandes (25) miðjumaður Sporting Lisabon verður mögulega í stúkunni í leik Manchester United og Liverpool um helgina. Félögin eru í viðræðum um félagaskipti hans. (Mirror)

Jose Mourinho, stjóri Tottenham, hefur rætt við Joao Cancelo (25) bakvörð Manchester City um að koma til félagsins. (EL Desmarque)

Slaven Bilic, stjóri WBA, er til búinn að borga West Ham 1,5 milljón punda til að fá miðjumanninn Grady Diangana (21) á láni út tímabilið. (Telegraph)

Liverpool ætlar ekki að fara í æfingaferð í heitara landi þegar frí verður í ensku úrvalsdeildinni í febrúar. Þess í stað ætlar Jurgen Klopp að gefa leikmönnum sínum viku frí frá æfingum. (Standard)

Emre Can (26) miðjumaður Juventus hefur útilokað að ganga í raðir Manchester United þar sem hann lék áður með erkifjendunum í Liverpool. (Tuttosport)

Celtic, Derby, Leeds og Nottingham Forest vilja öll fá Billy Sharp (33) framherja Sheffield United. (Sheffield Star)

Manchester City vill vinna Barcelona í baráttunni um miðjumanninn Ivan Morante (19) hjá B-liði Villarreal. (Telegraph)

Aston Villa er að reyna að fá miðjumanninn Steven Nzonzi (31). Nzonzi er í dag á láni hjá Galatasaray frá Roma en hann lék áður með Blackburn og Stoke. (Mirror)

AC Milan er að íhuga að fá Antonee Robinson (22) vinstri bakvörð Wigan og Aaron Hickey (17) varnarmann Hearts. (Sky Sports)

Umboðsmaður miðjumannsins Matias Vecino (28) hefur blásið á sögusagnir þess efnis að leikmaðurinn sé á leið til Everton. (Inside Futbol)

Mikel Arteta, stjóri Arseanl, segir að fótboltayfirvöld séu ekki að huga að velferð leikmanna með endurteknum leikjum í enska bikarnum. (Times)

Rætt verður um að hætta með endurtekna leiki í enska bikarnum á fundi hjá enska knattspyrnusambandinu síðar í þessum mánuði. (Times)

Newcastle hefur fengið þau skilaboð að Ademola Lookman (22) kantmaður RB Leipzig er ekki í boði á láni. (Newcastle Chronicle)

Celtic og Leeds eru að berjast um Ian Poveda (19) kantmann Manchester City. (Express)

Aston Villa þarf að greiða meira en 20 milljónir punda til að fá Jarrod Bowen (23) frá Hull. (The Athletic)
Athugasemdir
banner
banner
banner