Harry Kane gæti misst af seinni leik Bayern gegn Celtic í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á morgun.
Kane æfði ekki með liðinu í dag vegna meiðsla á andliti en hann fékk högg í stórleiknum gegn Leverkusen um helgina sem endaði með jafntefli.
Vincent Kompany, stjóri Bayern, segir að það verði tekin ákvörðun rétt fyrir leikinn á morgun hvort Kane sé klár í slaginn. Leikurinn fer fram í Munchen en fyrri leiknum lauk með 2-1 sigri Bayern.
Þá sagði Kompany að Joao Palhinha verði klár í slaginn en hann hefur misst af síðustu þremur leikjum vegna veikinda.
Athugasemdir