Troy Deeney hjá BBC hefur valið lið vikunnar í enska boltanum. Gabriel og Mikel Merino skoruðu mörk Arsenal í 2-0 sigri gegn Leicester og eru báðir í liðinu. Liverpool heldur forystu sinni á toppnum eftir nauman 2-1 sigur gegn Úlfunu í gær.
Mark Flekken (Brentford) - Á stóran þátt í því að Brentford vann 1-0 sigur gegn West Ham. Ederson var með stoðsendingu og hefði getað komist í liðið en Flekken var betri markvörðurinn þessa helgina.
Varnarmaður: Jan Paul van Hecke (Brighton) - Hugaður varnarmaður sem átti virkilega góðan leik í 3-0 sigri Brighton gegn Chelsea á föstudaginn.
Varnarmaður: Gabriel (Arsenal) - Lið leggja áherslu á að dekka hann í föstum leikatriðum en samt nær hann alltaf að koma sér í hættuleg færi.
Varnarmaður: John Stones (Manchester City) - City hefur litið betur út eftir að Stone kom inn í liðið að nýju. 4-0 sigur gegn Newcastle á laugardaginn.
Miðjumaður: Ryan Christie (Bournemouth) - Skoraði og lagði upp í 3-1 sigri gegn slöku liði Southampton.
Miðjumaður: Kaoru Mitoma (Brighton) - Mýktin þegar hann kemur við boltann. Skoraði fyrsta mark Brighton,
Sóknarmaður: Omar Marmoush (Manchester City) - Sýndi að hann gæti orðið rosalegur leikmaður fyrir City. Tengir í spilinu, býr yfir miklum hraða og kann að klára færin. Skoraði þrennu gegn Newcastle.
Sóknarmaður: Chris Wood (Nottingham Forest) - Forest tapaði gegn Fulham en Wood heldur áfram að skora.
Athugasemdir