Juve reynir við Kolo Muani og Zirkzee - Mateta orðaður við Spurs - Fundað um Maguire
   mið 17. apríl 2024 14:30
Elvar Geir Magnússon
Ndicka varð fyrir samfalli á lunga
Evan Ndicka varnarmaður Roma varð fyrir samfalli á lunga í leiknum gegn Udinese á sunnudaginn. Daniele de Rossi stjóri Roma hefur greint frá þessu,

Ndicka er 24 ára og hneig niður á 72. mínútu leiksins. Leik var hætt eftir að hann var borinn af velli á börum. Hann var útskrifaður af sjúkrahúsi á mánudag.

Þegar samfall verður á lunga lekur loft frá lunganu inn í brjósthol og hluti lungans eða allt lungað fellur saman.

„Samfall á lunga er sársaukafullt en það er léttir að hann sé ekki að þjást af því sem við óttuðumst," segir De Rossi en óttast var að hann væri að glíma við hjartavandamál.

Ndicka gekk í raðir Roma á frjálsri sölu frá Eintracht Frankfurt á síðasta ári og hefur spilað nítján leiki í ítölsku A-deildinni. Staðan var 1-1 þegar leik var hætt á sunnudag.

Roma ætlar að bjóða stuðningsmönnum yfir 45 ára aldri upp á ókeypis hjartaskoðun fyrir næsta deildarleik gegn Bologna.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 22 17 1 4 50 19 +31 52
2 Milan 22 13 8 1 35 17 +18 47
3 Roma 22 14 1 7 27 13 +14 43
4 Napoli 22 13 4 5 31 20 +11 43
5 Juventus 22 12 6 4 35 17 +18 42
6 Como 22 11 7 4 37 16 +21 40
7 Atalanta 22 9 8 5 30 20 +10 35
8 Bologna 22 8 6 8 32 27 +5 30
9 Lazio 22 7 8 7 21 19 +2 29
10 Udinese 22 8 5 9 25 34 -9 29
11 Sassuolo 22 7 5 10 24 28 -4 26
12 Cagliari 22 6 7 9 24 31 -7 25
13 Genoa 22 5 8 9 25 31 -6 23
14 Cremonese 22 5 8 9 20 29 -9 23
15 Parma 22 5 8 9 14 26 -12 23
16 Torino 22 6 5 11 21 40 -19 23
17 Lecce 22 4 6 12 13 29 -16 18
18 Fiorentina 22 3 8 11 24 34 -10 17
19 Pisa 22 1 11 10 18 37 -19 14
20 Verona 22 2 8 12 18 37 -19 14
Athugasemdir
banner
banner
banner