Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
   fim 17. apríl 2025 23:01
Brynjar Ingi Erluson
Sambandsdeildin: Svíarnir í undanúrslit í fyrsta sinn - Mæta Chelsea
Mynd: EPA
Rapid 1 - 4 Djurgarden (2-4, samanlagt)
0-1 Marcus Danielsson ('42 , víti)
1-1 Jacob Une ('45 , sjálfsmark)
1-2 Keita Kosugi ('77 )
1-3 Tobias Gulliksen ('93 )
1-4 Tobias Gulliksen ('105 )
Rautt spjald: ,Mamadou Sangare, Rapid ('7)Yao Raux, Rapid ('110)

Sænska liðið Djurgården mun spila í undanúrslitum Sambandsdeildarinnar í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir að það vann Rapid Vín, 4-1, eftir framlengdan leik í Austurríki í kvöld.

Djurgården þurfti að vinna upp eins marks forskot til þess að tryggja sér framlengingu.

Allt gekk upp hjá þeim sænsku. Mamadou Sangare, leikmaður Rapid, var rekinn af velli á 7. mínútu og skoraði Marcus Danielsson úr vítaspyrnu fyrir Djurgården á 42. mínútu.

Undir lok hálfleiksins setti Jacob Une boltann í eigið net og var Rapid aftur komið yfir í einvíginu.

Þrettán mínútum fyrir leikslok skoraði Keita Kosugi fyrir gestina, mark sem kom þeim í framlengingu og þar tókst þeim að klára dæmið.

Tobias Gulliksen skoraði á 93. mínútu og fækkaði Rapid-mönnum niður í níu þegar Yao Raux var rekinn af velli tíu mínútum fyrir lok framlengingarinnar.

Svíarnir nýttu sér liðsmuninn og bættu við öðru er Gulliksen mætti á ferðinni í átt að vítateignum og smellti boltanum í stöng og inn.

Frábær sigur hjá Svíunum sem mæta Chelsea í undanúrslitum.
Athugasemdir
banner