Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mið 17. júní 2020 21:16
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Napoli bikarmeistari í sjötta sinn
Kalidou Koulibaly með boltann í leiknum í kvöld
Kalidou Koulibaly með boltann í leiknum í kvöld
Mynd: Getty Images
Napoli 0 - 0 Juventus (4-2, eftir vítakeppni)

Napoli er ítalskur bikarmeistari í sjötta sinn eftir að hafa unnið Juventus 4-2 í vítakeppni á Ólympíuleikvanginum í Róm í kvöld.

Lorenzo Insigne átti fyrsta hættulega færi Napoli í leiknum á 24. mínútu en aukaspyrna hans fór þá í stöng.

Markverðirnir Gianluigi Buffon og Alex Meret voru báðir í essinu sínu í leiknum og vörðu oft á tíðum mjög vel.

Undir lok leiksins bauð Buffon svo upp á stórkostlega markvörslu eftir hornspyrnu en hann varði þá í stöng og tókst svo að verja frákastið líka. Þetta atvik átti sér stað í uppbótartíma síðari hálfleiks og tryggði Buffon Juventus þarna í vítakeppni.

Þar klikkuð hins vegar þeir Paulo Dybala og Danilo á meðan Napoli nýtti allar fjórar spyrnur sínar. Sjötti bikarmeistaratitill Napoli í sögunni.

Napoli hefur unnið síðustu tvo bikarúrslitaleiki gegn Juventus en síðast vann liðið Juventus árið 2012 þar sem Edinson Cavani og Marek Hamsik skoruðu mörkin.
Athugasemdir
banner
banner
banner