Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   þri 17. ágúst 2021 16:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Elfsborg kveðst ekki hafa neina ástæðu til að kvarta undan Jóni
Jón Guðni Fjóluson.
Jón Guðni Fjóluson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Um helgina fór í dreifingu myndband af varnarmanninum Jóni Guðna Fjólusyni þar sem hann virðist segja eitthvað við mótherja sinn í leik Hammarby og Elfsborg.

Það voru ýmsar getgátur um það hafði Jón Guðni hafði sagt. Mannlíf fjallaði um það að Jón Guðni væri sakaður um rasísk ummæli í garð mótherja.

Stefan Andreasson, framkvæmdastjóri Elfsborg, tjáir sig hins vegar við Fotboll Direkt í Svíþjóð og segir að málið fari ekkert lengra, þeir hafi enga ástæðu til að kvarta.

„Marokhy (Ndione) heyrði ekki neitt og við enga ástæðu til að fara lengra með þetta," sagði Andreasson.

„Við höfum yfir engu að kvarta."

Hér að neðan má sjá umrætt myndband. Jón Guðni var mjög nálægt mótherja sínum þegar hann lét eitthver orð falla. Hver orðin voru, það er ómögulegt að segja en Elfsborg ætlar sér ekki að fara með málið neitt lengra.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner