Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
   fös 17. september 2021 05:55
Brynjar Ingi Erluson
England um helgina - Fjör í Lundúnum
Cristiano Ronaldo skoraði tvö í fyrsta leik. Hvað geri hann gegn West Ham?
Cristiano Ronaldo skoraði tvö í fyrsta leik. Hvað geri hann gegn West Ham?
Mynd: EPA
Romelu Lukaku og hans menn í Chelsea spila við Tottenham
Romelu Lukaku og hans menn í Chelsea spila við Tottenham
Mynd: EPA
Fimmta umferð ensku úrvalsdeildarinnar fer fram um helgina en Tottenham og Chelsea mætast í Lundúnarslag á sunnudag á meðan Cristiano Ronaldo og liðsfélagar hans í Manchester United spila við West Ham.

Fyrsti leikur umferðarinnar er á St. James' Park í kvöld en Newcastle tekur þá á móti Leeds. Bæði lið hafa verið í basli í byrjun leiktíðar en Leeds er með tvö stig á meðan Newcastle er aðeins með eitt stig.

Á morgun spilast sex leikir. Wolves leikur við nýliða Brentford áður en 14:00 leikirnir hefjast.

Liverpool, sem er taplaust, spilar við Crystal Palace á Anfield á meðan Mikel Arteta og lærisveinar hans mæta Burnley. Jóhann Berg Guðmundsson verður væntanlega í eldlínunni hjá Burnley.

Englandsmeistarar Manchester City mæta Southampton á Etihad og hefur Pep Guardiola, stjóri City, kallað eftir betri mætingu á völlinn, stuðningmönnum félagsins ekki til mikillar hamingju.

Þá er nýliðaslagur á Carrow Road er Norwich og Watford mætast áður en Aston Villa og Everton eigast við klukkan 16:00.

Á sunnudag fara tveir leikir fram klukkan 13:00. Brighton spilar við Leicester og þá mætast West Ham og Manchester United. Cristiano Ronaldo skoraði tvö í fyrsta úrvalsdeildarleiknum í 12 ár en hvað gerir hann í Lundúnum?

Klukkan 15:30 er svo leikur Tottenham og Chelsea. Tottenham hefur unnið þrjá og tapað einum en Chelsea hefur unnið þrjá og gert eitt jafntefli.

Leikir helgarinnar:

Föstudagur:
19:00 Newcastle - Leeds

Laugardagur:
11:30 Wolves - Brentford
14:00 Burnley - Arsenal
14:00 Liverpool - Crystal Palace
14:00 Man City - Southampton
14:00 Norwich - Watford
16:30 Aston Villa - Everton

Sunnudagur:
13:00 Brighton - Leicester
13:00 West Ham - Man Utd
15:30 Tottenham - Chelsea
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
3 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
7 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
8 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
12 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
13 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
14 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner
banner