Hrafnhildur Hauksdóttir er gengin til liðs við FH, hún skrifaði undir þriggja ára samning í dag.
FH komst upp í Pepsi Max-deildina á nýliðnu tímabili, eftir stutt stopp í Inkasso-deildinni. FH-ingar eru byrjaðir að styrkja sig fyrir átökin næsta sumar.
Undanfarin tvö keppnistímabil hefur Hrafnhildur spilað með Selfossi og varð hún bikarmeistari með Selfyssingum síðasta sumar. Þar áður var hún í Val.
Hrafnhildur á að baki 90 leiki í efstu deild, auk 15 leikja í bikarkeppni. Jafnframt hefur hún spilað fjóra leiki með A-landsliðinu og fjölda leika með yngri landsliðum.
„Hrafnhildur er leikreyndur leikmaður sem styrkir FH – liðið fyrir komandi átök í Pepsí Max deildinni næsta sumar. Velkomin í FH Hrafnhildur," segir í tilkynnigu frá FH.
Athugasemdir