Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 17. október 2020 15:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Svíþjóð: Rosengard að missa af titlinum - Andrea sneri aftur
Glódís Perla í landsleik fyrr í þessum mánuði.
Glódís Perla í landsleik fyrr í þessum mánuði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjórum leikjum þar sem Íslendingar komu við sögu er lokið í kvennadeildunum í Svíþjóð.

Línur eru farnar að skýrast á toppi og á botni í efstu deild. Þar stefnir allt í að ríkjandi meistarar í Rosengard, félagið sem Glódís Perla Viggósdóttir er á mála hjá, nái ekki að verja titilinn. Þá bendir allt til þess að Uppsala falli en með liðinu leikur Anna Rakel Pétursdóttir.

Rosengard gerði 1-1 jafntefli við Vittsjo á útivelli í dag. Glódís lék allan leikinn og er liðið nú sex stigum á eftir Gautaborg ef Gautaborg heldur út á móti Örebro. Gautaborg leiðir 1-0 þegar um fjörutíu mínútur eru eftir.

Alls eru 22 umferðir leiknar og 19 umferðin fer fram þessa helgina. Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn þegar Djurgarden tapaði 0-3 gegn Linköpings. Djurgarden er með tuttugu stig í 9. sæti.

Uppsala tapaði 0-2 á heimavelli gegn Vaxjo. Uppsala er með tíu stig þegar níu stig eru í pottinum. Níu stig eru í öruggt sæti eins og staðan er núna. Rakel sat á bekknum í dag.

Í sænsku B-deildinni kom Andrea Thorisson til baka í lið Kalmar eftir tæplega tveggja mánaða fjarveru. Andrea kom inn á í stöðunni 3-3 gegn Sandvikens og enduðu leikar 5-3 fyrir Kalmar. Kalmar er í 5. sæti deildarinnar og á ekki möguleika á að komastu upp um deild. Þá var Bjarni Mark Antonsson ekki í leikmannahópi Brage sem tapaði gegn Halmstad í B-deildinni karlamegin.

Við þetta má bæta að Amanda Andradóttir var ónotaður varamaður þegar Farum BK gerði 0-0 jafntefli við Bröndby í dönsku deildinni.
Athugasemdir
banner
banner