Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   sun 18. janúar 2015 19:30
Alexander Freyr Tamimi
Er Lucas Leiva lykillinn að velgengni Liverpool?
Liverpool gengur mun betur með Lucas í liðinu.
Liverpool gengur mun betur með Lucas í liðinu.
Mynd: Getty Images
Liverpool vann í gær 2-0 sigur gegn Aston Villa og er liðið nú taplaust í átta leikjum.

Lucas Leiva var enn og aftur lykilmaður á miðjunni á sínu áttunda tímabili í Bítlaborginni eftir að hafa komið frá Gremio árið 2007.

101GreatGoals tók saman tölfræði sem sýnir að Lucas er gríðarlega mikilvægur í liði Liverpool. Árangur liðsins með hann í liðinu og án hans er einfaldlega gerólíkur.

Á þessu tímabili hefur Brasilíumaðurinn spilað 12 af 22 deildarleikjum Liverpool og þá hefur liðið að meðaltali náð í 2,25 stig í hverjum leik.

Í þeim 10 leikjum sem Lucas hefur ekki spilað hefur Liverpool gengið afleitlega og einungis náð 0,8 stigum að meðaltali í leik.

Ekki er langt síðan Lucas var orðaður við brottför frá Liverpool, en svo virðist sem hann sé alger lykilmaður.
Athugasemdir
banner
banner
banner