Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 18. janúar 2021 10:30
Magnús Már Einarsson
Messi gæti fengið fjögurra leikja bann fyrir fyrsta rauða spjaldið
Mynd: Getty Images
Lionel Messi gæti fengið fjögurra leikja bann eftir rauða spjaldið sem hann fékk í 3-2 tapi Barcelona gegn Athletic Bilbao í úrslitum spænska Ofurbikarsins í gær.

Messi fékk að líta rauða spjaldið í viðbótartíma fyrir að slá til Asier Villalibre.

Hinn 33 ára gamli Messi fékk þarna sitt fyrsta rauða spjald í 753 leikjum með Barcelona.

Hann mun að minnsta kosti fá tveggja leikja bann og bannið gæti orðið allt að fjórir leikir eftir fund aganefndar í vikunni.

Messi verður í banni gegn Cornella í spænska konungsbikarnum á fimmtudaginn og gegn Elche í úrvalsdeildinni um næstu helgi. Ef bannið verður lengra gæti Messi misst af öðrum bikarleik og leik gegn Athletic Bilbao í úrvalsdeildinni í lok mánaðarins.
Athugasemdir
banner
banner
banner