Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 18. janúar 2022 19:34
Brynjar Ingi Erluson
Ítalski bikarinn: Immobile skaut Lazio áfram - Sarri steinlá
Ciro Immobile gerði sigurmark Lazio
Ciro Immobile gerði sigurmark Lazio
Mynd: Getty Images
Lazio 1 - 0 Udinese
1-0 Ciro Immobile ('106 )

Lazio er komið áfram í 8-liða úrslit ítalska bikarsins eftir 1-0 sigur liðsins á Udinese í Róm í kvöld. Sigurmarkið kom frá Ciro Immobile í framlengingu.

Það var búist við mikilli skemmtun í þessum leik eftir að liðin gerðu 4-4 jafntefli í Seríu A í síðasta mánuði.

Markverðirnir höfðu nóg fyrir stafni og þurfti bæði Pepe Reina og Marco Silvestri að taka á stóra sínum í kvöld.

Færin voru á báða bóga en ekkert var skorað eftir venjulegan leiktíma. Lazio setti Ciro Immobile inná þegar tuttugu mínútur voru eftir og gekk sú skipting fullkomlega upp því hann gerði sigurmarkið í byrjun síðari hluta framlengingarinnar.

Áður en Immobile skoraði gerðist skondið atvik. Ignacio Pussetto, leikmaður Udinese, var í baráttunni um boltann við hliðarlínuna en var ýtt og lenti hann á Maurizio Sarri, þjálfara Lazio, sem steinlá. Þeir föðmuðust eftir atvikið en það má sjá neðar í fréttinni.

Immobile skoraði eftir sendingu frá Danilo Cataldi. Immobile tók eina snertingu áður en hann lyfti boltanum yfir Silvestri í markinu.

Lazio komið áfram í 8-liða úrslit þar sem liðið mætir Milan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner