Bayern Munchen og Alphonso Davies eru loksins að ná samkomulagi um nýjan samning.
Samningur Davies rennur út í sumar en hann hefur verið í viðræðum við Bayern í nokkra mánuði en nú er útlit fyrir að samningar séu að nást.
Hann mun skrifa undir fjögurra ára samning.
Davies hefur verið orðaður við Real Madrid eins og Trent Alexander-Arnold, leikmaður Liverpool, en nú er útlit fyrir að spænska félagið muni setja allt púður í að næla í enska bakvörðinn.
Athugasemdir