Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
   lau 18. janúar 2025 10:29
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Davies og Bayern loksins að ná saman - Real einbeitir sér að Trent
Mynd: EPA
Bayern Munchen og Alphonso Davies eru loksins að ná samkomulagi um nýjan samning.

Samningur Davies rennur út í sumar en hann hefur verið í viðræðum við Bayern í nokkra mánuði en nú er útlit fyrir að samningar séu að nást.

Hann mun skrifa undir fjögurra ára samning.

Davies hefur verið orðaður við Real Madrid eins og Trent Alexander-Arnold, leikmaður Liverpool, en nú er útlit fyrir að spænska félagið muni setja allt púður í að næla í enska bakvörðinn.
Athugasemdir
banner