Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 18. febrúar 2020 17:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Raiola vill ræða við Solskjær: Ekkert alvarlegt í gangi
Paul Pogba.
Paul Pogba.
Mynd: Getty Images
Mino Raiola tekur myndir með aðdáendum.
Mino Raiola tekur myndir með aðdáendum.
Mynd: Getty Images
Umboðsmaðurinn Mino Raiola er í sviðsljósinu þessa stundina. Raiola er umboðsmaður Paul Pogba, miðjumanns Manchester United, og hefur hann mikið verið að tala opinberlega um Pogba og Ole Gunnar Solskjær, stjóra United.

Hinn 26 ára gamli Pogba hefur lítið spilað á þessu tímabili vegna meiðsla en ávallt eru sögusagnir um að hann fari frá United í sumar.

Solskjær sagði á dögunum að Pogba væri ekki leikmaður Mino Raiola, heldur Manchester United. Raiola svaraði: „Ég vona að Solskjær vilji ekki gefa í skyn að það Pogba sé hans fangi."

Eftir 2-0 sigur á Chelsea í gær var Solskjær spurður út í Raiola og sagði hann þá: „Ég þarf ekki að ræða um Mino Raiola við fjölmiðla. Ég get rætt við hann sjálfur." Norðmaðurinn var þá spurður hvort hann myndi ræða við Raiola. „Líklegast ekki," sagði Solskjær við því.

Í viðtali við Sky Sports í dag sagði Raiola að það væru engin illindi á milli sín og Solskjær. Hann ætlar að reyna að tala við Solskjær. „Ég mun reyna að ræða við Ole því það er ekkert alvarlegt í gangi."

„Ég var ekki að reyna að vera með vanvirðingu gagnvart honum eða félaginu. Ég er með leikmenn hjá Manchester United og því vil ég ekkert annað en það besta fyrir liðið og félagið."

„Ég hef ekkert á móti Ole og ég held að hann hafi ekkert á móti mér."

„Mér finnst bara það að segja að Paul væri eign Manchester United ekki vera rétt viðbrögð. Ég vildi bara svara því."

Raiola segir að Pogba vilji gera eins vel og mögulegt er fyrir Manchester United út þetta tímabil. Það séu engar viðræður um framtíð hans eins og er. „Allir hafa áhyggjur af því að Pogba sé á förum, ég hef ekki áhyggjur."

Samningur Pogba við Manchester United rennur út næsta sumar. Spurður að því hvort að Pogba væri til í að ræða nýjan samning, þá sagði Raiola: „Við erum til í viðræður þegar hann kemur til baka úr meiðslum. Núna er hann með samning og hann einbeitir sér að því að koma til baka úr meiðslum."

Raiola segir einnig að ekki mörg félög hafi efni á Pogba og það séu engar viðræður við önnur félög í gangi.

Viðtalið við Raiola má í heild sinni lesa hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner