Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 18. febrúar 2020 10:15
Fótbolti.net
„Undanþágan sem Barcelona fékk algjört kjaftæði"
Suarez á meiðslalistanum hjá Barcelona.
Suarez á meiðslalistanum hjá Barcelona.
Mynd: Getty Images
Barcelona fékk undanþágu til að sækja sóknarmann þrátt fyrir að félagaskiptaglugginn sé ekki opinn. Rætt var um þessa furðulegu reglu í hlaðvarpsþættinum Innkastið.

Umsjónarmenn þáttarins, Elvar og Daníel, voru sammála því að þessi undanþága sé algjört bull.

„Þetta er eitthvað sem La Liga bara ákveður. Reglurnar eru þær að félagið má sækja leikmann úr spænsku deildinni eða mann sem er á frjálsri sölu," segir Elvar.

„Þetta er bara kjaftæði. Þegar ég sá fyrst frétt þar sem var verið að tala um að Barcelona myndi líklega fá undanþágu þá hélt ég að þetta væri bull, það væri ekkert til í þessari frétt. Svo reynist þetta bara vera staðreynd."

„Ég skil undanþágu þegar um markvarðarstöðuna er að ræða en lið eins og Barcelona á að geta glímt við skakkaföll fram á við. Liðið á að geta notað stráka úr La Masia eða spilað leikmönnum út úr stöðu. Það er bara allt við þetta algjört kjaftæði."

Ousmane Dembele og Luis Suarez eru báðir meiddir og útlit fyrir að Börsungar séu að fá sóknarmann frá Leganes.

„Hver er nefndin sem ákveður að Barcelona megi sækja sér sóknarmann utan gluggans ef þeir lenda í meiðslum? Í þessari reglu gætu þeir sótt einhvern leikmann sem er með riftunarákvæði í sínum samningi, einhvern frá Eibar sem dæmi. Þá er Eibar kannski búið að missa sinn besta sóknarmann. Eiga þeir þá að sækja um undanþágu líka? Ég á ekki aukatekið orð," segir Elvar.

„Það er bara Barcelona að kenna ef félagið er ekki undirbúið því að lenda í svona skakkaföllum."

Hlustaðu á Evrópu-Innkastið í spilaranum hér að neðan.
Innkastið - VAR fellur með Man Utd og Arsenal fer með himinskautum
Athugasemdir
banner
banner