Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   sun 18. febrúar 2024 17:49
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: Þór rúllaði yfir gríðarlega ungt Stjörnulið
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Þór 5 - 1 Stjarnan
1-0 Rafael Alexandre Romao Victor ('17 )
2-0 Rafael Alexandre Romao Victor ('68 )
3-0 Ingimar Arnar Kristjánsson ('71 )
4-0 Egill Orri Arnarsson ('81 )
5-0 Aron Ingi Magnússon ('93 )
5-1 Elvar Máni Guðmundsson ('93 )

Þór tók á móti Stjörnunni í Boganum í dag, þar sem liðin mættust í A-deild Lengjubikars karla.

Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, ákvað að tefla fram ungu liði á Akureyri, þar sem leikmenn úr 2. flokki fengu að spreyta sig.

Elsti leikmaður Stjörnunnar í dag er fæddur 2003 og er því á 21. aldursári, en flestir eru þeir fæddir árið 2006 og þá voru tveir leikmenn fæddir 2008 í byrjunarliðinu.

Rafael Victor kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik og hélst staðan 1-0 þar til um miðjan síðari hálfleik, þegar Rafael tvöfaldaði forystu Þórsara.

Þá opnuðust flóðgáttirnar og áttu Ingimar Arnar Kristjánsson, Egill Orri Arnarsson og Aron Ingi Magnússon eftir að bæta mörkum við til að breyta stöðunni í 5-0, áður en Elvar Máni Guðmundsson, fæddur 2006, skoraði fánamark fyrir Stjörnuna.

Þór er með sex stig eftir tvær umferðir og markatöluna 10-2, á meðan Stjarnan var að spila sinn fyrsta leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner