Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   þri 18. júní 2024 15:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
West Ham setur sig í samband við Wolves
Mynd: EPA
Julen Lopetegui.
Julen Lopetegui.
Mynd: EPA
West Ham mun setja sig formlega í samband við Wolves og ræða við félagið um möguleg kaup á varnarmanninum Max Kilman.

Wolves vill ekki selja - og það er engin pressa á félaginu að selja.

Kilman skrifaði undir fimm ára samning síðasta sumar og er fyrirliði Úlfanna.

Julen Lopetegui, stjóri West Ham, er mjög hrifinn af Kilman en hann vann með honum hjá Wolves seinni hluta tímabilsins 2022/23.

Kilman er 27 ára og var á sínum tíma landsliðsmaður í futsal.
Athugasemdir
banner
banner
banner