Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mið 18. ágúst 2021 08:25
Elvar Geir Magnússon
Kane reiður - Ismaila Sarr til Liverpool?
Powerade
Harry Kane er áberandi í slúðrinu.
Harry Kane er áberandi í slúðrinu.
Mynd: Getty Images
Ismaila Sarr er orðaður við Liverpool.
Ismaila Sarr er orðaður við Liverpool.
Mynd: Getty Images
Kurt Zouma.
Kurt Zouma.
Mynd: Twitter
Trippier er ekki til sölu.
Trippier er ekki til sölu.
Mynd: Getty Images
Kane, Ronaldo, Ramsdale, Pogba, Sarr, Mbappe, Semedo, Zouma og fleiri í slúðurpakkanum í dag. BBC tók saman það helsta úr ensku götublöðunum.

Harry Kane (28) er áfram efstur á blaði hjá Manchester City þrátt fyrir að Englandsmeistararnir hafi verið orðaðir við portúgalska framherjann Cristiano Ronaldo (36) hjá Juventus. (Mirror)

Kane hefur sagt Daniel Levy, stjórnarformanni Tottenham, að hann sé að brjóta samkomulag ef hann er ekki seldur til City. (Telegraph)

Enski landsliðsfyrirliðinnn er sagður vera mjög reiður út í Levy en heimildarmenn sem eru honum nánir segja að hann muni samt halda áfram að gera sitt besta fyrir Tottenham. (Mail)

Eftir að hafa misst af sigrinum gegn City þá mun Kane spila fyrir Tottenham í Sambandsdeildarleiknum gegn portúgalska liðinu Pacos de Ferreira á fimmtudaginn. (Guardian)

Úlfarnir eru í viðræðum við Olympiakos um kaup á portúgalska varnarmanninum Ruben Semedo (27) sem var fyrr á þessu ári dæmdur í fimm ára skilorðsbundið fangelsi og bannað að heimsækja Spán í átta ár eftir að hafa viðurkennt, rán, líkamsárás, mannrán og vörslu á skotvopni. (Sun)

Arsenal er aftur komið í viðræður við Sheffield United um markvörðinn Aaron Ramsdale (23) eftir að verðmiðinn var lækkaður úr 35 milljónum punda í 24 milljónir. (Athletic)

Slavisa Jokanovic, stjóri Sheffield United, viðurkennir að Ramsdale vilji fara til Arsenal. (Mirror)

Möguleikar Liverpool á að fá Ismaila Sarr (23), vængmann Watford, hafa aukist eftir að Senegalinn tilkynnti að hann vildi fara annað. (Express)

Newcastle United hefur sent Chelsea fyrirspurn um að fá velska varnarmanninn Ethan Ampadu (20) lánaðan. (Northern Echo)

Arsenal, Tottenham, Crystal Palace, Aston Villa og West Ham sendu öll fyrirspurnir varðandi Tammy Abraham (23) í vikunni áður en hann gekk í raðir Roma frá Chelsea. (90min)

Paris St-Germain útilokar ekki að gera tilboð í lok gluggans í Paul Pogba (28) hjá Manchester United og Eduardo Camavinga (18) hjá Rennes. (L'Equipe)

PSG ætlar ekki að selja Kylian Mbappe (22) til Real Madrid í sumar. (Mundo Deportivo)

Tottenham íhugar að gera tilboð í Kurt Zouma (26), varnarmann Chelsea. Franski landsliðsmaðurinn hefur líka verið orðaður við West Ham í sumar. (Sky Sports)

Atletico Madrid hefur tilkynnt Arsenal og Manchester United að enski hægri bakvörðurinn Kieran Trippier (30) sé ekki til sölu. (AS)

Martin Ödegaard (22) færist nær því að ganga í raðir Arsenal frá Real Madrid. Norski miðjumaðurinn æfði ekki með aðalliði Real í gær. (Athletic)

Wolverhampton Wanderers undirbýr 21 milljón punda tilboð í portúgalska vængmanninn Goncalo Guedes (21) hjá Valencia. (Birmingham Mail)

Steve Bruce, stjóri Newcastle, vill fá enska miðjumanninn Hamza Choudhury (23) lánaðan frá Leicester. (Mail)

James Rodriguez (30) segist ekki hafa sóst eftir skiptum til Atletico Madrid en skrif hans á Twitter voru túlkuð þannig að hann væri að ýja að því. (Liverpool Echo)

Watford er nálægt því að ná samkomulagi um kaup á brasilíska varnarmanninum Lyanco (24) frá Torino á 7,5 milljónir punda. (Sky Sports)

Andreas Pereira (25) gæti nálgast kveðjustund hjá Manchester United en Brasilíumaðurinn er orðaður við Flamengo í heimalandinu. (Mirror)
Athugasemdir
banner
banner
banner