mið 18. nóvember 2020 13:30
Magnús Már Einarsson
Löw áfram með Þýskaland þrátt fyrir tapið stóra
Löw hefur stýrt Þjóðverjum frá árinu 2006.
Löw hefur stýrt Þjóðverjum frá árinu 2006.
Mynd: Getty Images
Oliver Bierhoff, yfirmaður þýska landsliðsins, segir að Joachim Löw sé ekki valtur í sessi sem landsliðsþjálfari þrátt fyrir 6-0 tap gegn Spáni í gærkvöldi.

Um er að ræða stærsta tap Þjóðverja í mótsleik frá upphafi.

Þýskaland hefur einungis unnið þrjá af átta leikjum sínum á þessu ári en Bierhoff segir að hinn sextugi Löw verði áfram við stjórnvölinn fram yfir EM á næsta ári.

„Algjörlega, já. Þessi leikur breytir engu. Við treystum ennþá Joachim Löw, það er enginn vafi um það," sagði Bierhoff.

„Þegar kemur að landsliðinu þá þarftu að hugsa um og skoða þetta mót fyrr mót. Við viljum ná sem bestum árangri á EM næsta sumar."
Athugasemdir
banner
banner
banner