Eftir hverja umferð í ensku úrvalsdeildinni tekur Troy Deeney, sérfræðingur BBC, upp blað og penna og velur úrvalslið umferðarinnar. Hér má sjá hvernig liðið lítur út eftir sextándu umferðina.
Markvörður - Jordan Pickford (Everton) - Steig upp þegar Everton náði í mikilvægt og óvænt stig með 0-0 jafntefli gegn Arsenal.
Varnarmaður: Djed Spence (Tottenham) - Hefur ekki fengið mörg tækifæri en lék frábærlega og átti stoðsendingu í 5-0 sigri gegn Southampton. Nýtti tækifærið og sendi Ange Postecoglou skilaboð.
Varnarmaður: Nikola Milenkovic (Nottingham Forest) - Serbinn hefur átt afskaplega gott tímabil á sínu fyrsta ári með Forest. Skoraði í 2-1 sigri gegn Aston Villa.
Varnarmaður: Archie Gray (Tottenham) - Þessi ungi fjölhæfi leikmaður var settur í hjarta varnarinnar gegn Southampton og gerði mjög vel.
Varnarmaður: Marc Cucurella (Chelsea) - Hefur verið mjög öflugur með Chelsea á tímabilinu og sýnt stöðugleika. Hann skoraði í 2-1 sigri gegn Brentford og þó hann hafi látið reka sig útaf í uppbótartíma þá kemst hann í úrvalsliðið.
Miðjumaður: Pape Matar Sarr (Tottenham) - Skoraði og sýndi yfirvegun og flottan leik gegn Dýrlingunum. Hefur verið mjög góður síðustu vikur.
Miðjumaður: Manuel Ugarte (Manchester United) - Var afskaplega drjúgur í 2-1 sigri Manchester United gegn Manchester City. Algjör vél á miðsvæðinu og vann mikilvægar tæklingar.
Sóknarmaður: Amad Diallo (Manchester United) - Er að bæta sig og farinn að finna mun meiri stöðugleika. Skoraði sigurmarkið gegn City.
Sóknarmaður: Ismaila Sarr (Crystal Palace) - Sýndi hvers hann er megnugur með tveimur mörkum í 3-1 sigri gegn Brighton.
Sóknarmaður: Jacob Murphy (Newcastle) - Er að koma á óvart með frábærri frammistöðu. Skoraði tvívegis í 4-0 sigri gegn Leicester.
Sóknarmaður: Alexander Isak (Newcastle) - Verðmiðinn hækkar og hækkar, það er magnað að fylgjast með honum. Af hverju er Arsenal ekki búið að kaupa hann?
Athugasemdir