Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
   mið 19. janúar 2022 13:05
Elvar Geir Magnússon
Hörður Ingi til Sogndal (Staðfest)
Hörður er mættur til Sogndal.
Hörður er mættur til Sogndal.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Bakvörðurinn Hörður Ingi Gunnarsson er búinn að skrifa undir við norska félagið Sogndal.

Greint var frá því í útvarpsþættinum Fótbolti.net síðasta laugardag að Hörður væri á leið til Sogndal og nú er það frágengið að félagið kaupir þennan 23 ára leikmann frá FH.

Hörður spilaði 21 leik með FH í efstu deild í fyrra. Hann spilaði alls átján U21 landsleiki og hefur leikið einn A-landsleik, vináttuleik gegn Mexíkó í fyrra.

Hörður skrifaði undir þriggja ára samning við Sogndal sem spilar í næstefstu deild í Noregi.

Sogndal leitar til Harðar þar sem hægri bakvörður félagsins, Daniel Eid, var seldur til sænska félagsins Norrköping. Sogndal hafði fylgst með Herði í einhvern tíma. Tore Andre Flo, fyrrum leikmaður Chelsea, er nýr stjóri félagsins en Flo fjölskyldan er frá Sogndal.

„Ég er mjög ánægður með að hafa hann hérna. Hann er með góða landsliðsreynslu miðað við aldur og er spennandi leikmaður sem er góður varnarlega. Við höfum skoðað margar myndbandsklippur af honum og fengið góðar umsagnir," segir Tore Andre Flo.

Sogndal er með það markmið að komast upp í efstu deild. Emil Pálsson lék með liðinu á láni frá Sarpsborg seinni hluta síðasta tímabils.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner