Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   mið 19. febrúar 2020 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sóknarlína Dortmund fædd í Leeds, London og Sunderland
Þýska stórveldið Borussia Dortmund endaði leik sinn gegn Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni í gær með með sóknarlínu sem öll er fædd á Bretlandseyjum.

Erling Braut Haaland, sem skoraði tvennu í leiknum, fæddist í Leeds þar sem faðir hans, Alf-Inge Håland, spilaði með Leeds á þeim tíma. Faðir Giovanni Reyna, Claudio Reyna, spilaði einnig fótbolta á þeim Englandi er Giovanni fæddist. Claudio spilaði með Sunderland og fæddist hinn 17 ára gamli Giovanni þar í borg.

Með Reyna og Haaland í sóknarlínunni var Jadon Sancho, bjartasta von Englendinga um þessar mundir. Hann fæddist og ólst upp í London. Hann var fyrst um sinn á mála hjá Watford, en fór svo til Manchester City. Þar fékk hann ekki þann spiltíma sem hann vildi og fór hann því til Dortmund þar sem hann hefur slegið í gegn.

Sancho, sem er 19 ára, mun róa á önnur mið næsta sumar og ansi líklegt er að hann fari aftur til Englands.


Athugasemdir